Vissir þú að…

það eru Al-Anon fundir á hverjum degi… Hér á síðunni er hægt að finna fundarskrá fyrir Al-Anon fundi víðs vegar um landið. Föstudagsdeildin í Grafarvogskirkju vill bjóða alla félaga velkomna á fundina þeirra sem eru haldnir í kjallara kirkjunar kl 20:00 á föstudags kvöldum.   Yndislegt að byrja helgina á fundi þar.

Hefur trúin tilgang??

Félagi deilir reynslu Áður en ég kynntist Al-Anon samtökunum vissi ég svo sem ekki hvort égvar trúuð eða ekki. Ég hafði jú fermst, gifst og skírt börnin mín. Égbað bænir þegar einhver var veikur en ég upplifði aldrei að ég fengieinhver „svör“ við bænum mínum. Ég söng  í kirkjukór í 15 ár afeinhverskonar skyldurækni við samfélagið en ekki af því …

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðisins í Grafarvogskirkju

Miðvikudaginn 18. nóvember kl 19:00 Svæðisfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember nk. í kjallara Grafarvogskirkju og hefst  kl.19.Föstudagsdeildin, sem heldur fundi sína í Grafarvogskirkju á föstudögum kl. 20, hefur tekið að sér að sjá um þennan fund.Mikilvægt er að hver deild sendi frá sér fulltrúa en allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi.Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru deildar og varadeildarfulltrúar(í …

Hugleiðingar aðstandandans

Aðstandandi finnur fyrir andlegri leiðsögn Það var í nótt sem ég þakkaði fyrir að hafa fengið að kynnast Al-Anonog gæfusporunum 12 sem mér var kennt að tileinka mér þar. Það vareinmitt núna sem ég þurfti mest á því að halda að lifa og haga mér ísamræmi við það sem þau hafa kennt mér.  Undanfarna fimm sólarhringa hef ég verið mikið …

Afmælisfundur í Grafarvogskirkju

Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna 15. nóvember 2009 Kæru félagar í Al-Anon. Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember 2009. Fundurinn verður haldinn í Grafarvogskirkju kl 20:30 og er öllum opinn. Hér er tækifæri fyrir alla að kynna sér Al-Anon. Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti. AL-ANON samtökin voru …

Svæðisfundur suð-vestursvæðis

31. október 2009 minnum á svæðisfund í Þverholti 7 Ágætu deildir á suður- og vesturlandi. Það verður haldinn svæðisfundur núna 31. október, í Þverholti 7 húsi Rauða-krossins í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst kl 09:00. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar svæðisins til Landsþjónusturáðstefnunnar  sem haldin verður eftir áramót. Að venju verða umræðuhópar og fleira.      

Dagskrá svæðisfundar Norð-Austursvæðis núna um helgina

24. október 2009 kl. 13:00 – 17:00 Opinn Al-Anon fundur kl. 17.15 Kæru félagar!   Svæðisfundur Norð-Austursvæðis verður haldinn laugardaginn 24. október næstkomandi. Fundarstaður er AA-húsið, Strandgötu 21 á Akureyri.  Fundartími er frá klukkan 13:00 – 17:10.   Opinn Al-Anon fundur verður í framhaldi af svæðisfundinum.   Allir félagar í Al-Anon samtökunum eru velkomnir en athugið að hver deild hefur …

Svæðisfundur Norðaustursvæðis

24. október 2009 Svæðisfundur Norðaustursvæðis verður haldinn þann 24. október næstkomandi. Fundarstaður er AA-húsið, Strandgötu 21 á Akureyri. Fundartími er frá klukkan 13:00 – 17:10. Opinn Al-Anon fundur verður í framhaldi af svæðisfundinum.   Með bestu kveðju, María Svæðisfulltrúi Norðaustursvæðis   

Svæðsfundur á Suð-Vestursvæði!

Laugardagurinn 31. október 2009 Þverholti 7, Mosfellsbæ Ágætu deildir á suður- og vesturlandi. Það verður haldinn svæðisfundur núna 31. október, í Þverholti 7 húsi Rauða-krossins í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst kl 09:00. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar svæðisins til Landsþjónusturáðstefnunnar  sem haldin verður eftir áramót. Að venju verða umræðuhópar og fleira. Nánari upplýsingar og dagskrá birtast seinna.  

Allir velkomnir ;0)

Lágafellskirkja kl. 21.00 Mánudagsdeildin í Mosfellsbæ heldur upp á afmælið sitt núna næsta mánudag þann 12.október í tilefni 9 ára afmælis deildarinnar.    Við bjóðum alla Al Anon félaga hjartanlega velkomna!   Bestu kveðjur, Mánudagsdeildin Mosfellsbæ