Jólafundur í Árbæjardeild 7. desember

Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur sinn árlega jólafund þriðjudaginn 7. des.    Við fáum reyndan félaga til okkar sem gestaleiðara og eftir fundinn býður deildin upp á kaffi og kökur. Fundurinn er öllum opinn og er Al-Anon félagar hvattir til að mæta, taka með sér gesti og eiga notalega stund saman á aðventunni. 

Sporafundir á þriðjudögum í Árbæjarkirkju

Í þriðjudagsdeild Árbæjarkirkju erum við með sérstakasporafundi sem hefjast kl. 20:00.  Við viljum benda á að við vorum að byrja á fyrsta sporinu þann 23. nóvember.   Við notum Al-Anon lesefnið Leiðir til bata á fundinum.  Allir félagar eru hjartanlega velkomnir.KærkveðjaDeildarfulltrúar  

Afmælisfundurinn minn

Íslensk reynslusaga Í fyrra fór ég í fyrsta sinn á afmælisfund Al-Anon. Ég hafði verið í samtökunum í nokkur ár en aldrei haft mig í að fara. Ástæðan var sú að afmælisfundurinn var alltaf á sama tíma og fundur í minni heimadeild og hef ég ætíð verið óöruggur þegar breyta á út af vananum. Þegar ég kom svo inn í …

Sprotinn breytir um fundarstað og fundardag í desember

Al-Anon deildin Sprotinn sem fundað hefur á fimmtudögum kl. 18-19 í Aðventkirkjunni mun flytja frá og með desember 2010.  Þá færast fundirnir yfir á föstudaga í Gula húsinu, litla herbergið á 1. hæðinni en verða áfram á sama tíma frá kl. 18-19.    

Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju 21. nóv kl 20 Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember í Grafarvogskirkju.  Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von.  Þá verður tónlistarflutningur og boðið uppá veitingar að fundi loknum.  Þarna er kærkomið …

Svæðisfundur Norð-austursvæðis

Strandgötu 21, sunnud. 21. nóv kl 13 Svæðisfundur Norðaustursvæðis verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember 2010. Fundurinn verður haldinn í AA húsinu Strandgötu 21 á Akureyri frá 13:00 – 18:00.   kveðja, Svæðisfulltrúi Norð-austursvæðis  

21. Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi, 23. okt – 24. okt.

Þjónusta – hvað er það? Landsþjónusturáðstefnan í ár verður haldin í Safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 23. – 24. október.   Ráðstefnugjaldið er 5.500 kr. og er athygli vakin á að deildir sem senda deildarfulltrúa sína sem áheyrnarfulltrúa á Landsþjónusturáðstefnuna greiða ráðstefnugjald þeirra.    Allir Al-Anon félagar eru velkomnir en þeir sem koma á ráðstefnuna greiða ráðstefnugjaldið við innganginn.   Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Al-Anon skrifstofunnar sími: 551 …