Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi

Grafarvogskirkju 21. nóv kl 20
Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 21. nóvember í Grafarvogskirkju.  Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von.  Þá verður tónlistarflutningur og boðið uppá veitingar að fundi loknum.  Þarna er kærkomið tækifæri til að bjóða öðrum í fjölskyldunni eða vinum til að gleðjast með okkur, sem erum á bataleið Al-Anon.
 
 
Al-Anon félagar eru hvattir til að baka og leggja þannig sitt af mörkum svo við nærum ekki bara sálina heldur náum að næra líkamann líka.  Þeir, sem ná að baka, komi með góðgætið í Grafarvogskirkju klukkan hálf átta á sunnudagskvöldið.  Þetta er kjörið 12. spors starf.
 
Við minnum einnig á hljóðdiskinn, sem er til sölu í deildinni og verður á tilboði á afmælisfundinum.  Hljóðdiskurinn var gefinn út í fyrra í fjáröflunarskini fyrir útgáfusjóð Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi.  Á þessum diski lesa félagar valda kafla úr bókinni Einn dagur í einu í Al-Anon.  Góð gjöf, frábær félagi í bílinn og stuðningur við útgáfu samtakanna.
 
Vonumst til að sjá ykkur á afmælisfundinum 21. nóvember.
 
Með þökk,
Almannatengslanefnd Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi