Bréf frá Almannatengslanefnd 17. mars Kæru Al-Anon deildir og félagar! Í ár verður gleymskudagurinn haldinn þann 17.mars n.k. Gleymskudagur er amerísk fyrirmynd þar sem Al-Anon félagar ,,gleyma” samþykktum bæklingum og lesefni á helstu opinberu stöðum í hverfi deildarinnar, s.s. eigin vinnustað, sundlaugum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, strætó eða inni í bókum sem verið er að skila á …
Raddir fortíðar
Þegar ég óx úr grasi var drukkið á mínu heimili, eins og mörgum öðrum. Foreldrar mínir gerðu sitt besta til að sinna mér eins vel og þau gátu. Oft á tíðum þegar ég tjáði mig um eitthvað óþægilegt eða sagði eitthvað sem ekki hentaði þá sögðu þau við mig ,,hvaða vitleysa….“ og ,,láttu ekki svona….“ eða ,,æ góða slakaðu á…“. …
Opinn fundur á Siglufirði
Mánudaginn 14. febrúar verður opinn Al-Anon fundur í deildinni á Siglufirði. Al-Anon félagar úr þriðjudags- og miðvikudagsdeildinni á Akureyri ætla að fjölmenna á fundinn. Allir Norðlendingar eru hvattir til að mæta. Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er til húsa á Aðalgötu 32 efri hæð (í húsi Rauða krossins). Kveðja Svæðisfulltrúi Norðaustursvæðis
Kvennadeildin á fimmtudögum byrjar aftur eftir jólafrí
Kvennadeildin Lifðu og leyfðu öðrum að lifa tekur aftur til starfa fimmtudaginn 13. janúar. Eftir fundinn verður samviskufundur þar sem kosið verður í þjónustu. Fundirnir eru kl. 21 í herbergi 203 í Héðinsgötu 1-3, Reykjavík. Vonumst til þess að sjá ykkur sem flestar. Kveðja, deildarfulltrúi
Sönn jólasaga
Jólin 2008 var ég í þeirri aðstöðu að eiga ekki fyrir öllum jólagjöfum. Ég hafði föndrað og prjónað gjafir. En þó vantaði mig að geta keypt nokkrar gjafir. Ég fór á minn fasta fund og það var sporafundur. Þar sem þetta var í desember þá var fjallað um 12. sporið. Eftir að við höfðum lesið saman um 12. sporið í …
Fundir í föstudagsdeild í Grafarvogi um jólin
Á aðfangadag 24. desember verður fundartími í Grafarvogskirkju færður til kl. 13. Sömuleiðis verður föstudagsfundurinn á gamlársdag 31. des. kl. 13. Aðrir fundir verða eins og venjulega kl.20.00 á föstudögum.
Fólk eins og ég
Forum, desember 2008 Í þrjá daga heyrði ég stöðugt: ,,Farðu í Al-Anon, farðu í Al-Anon, farðu í Al-Anon.” Þessi söngur ómaði stöðugt í höfðinu á mér þegar ég var á fjölskyldunámskeiði þar sem sonur minn var í meðferð. Ráðgjafi leiddi helgarvinnusmiðjuna. Ég hugsaði stöðugt: ,,Hvað er hún að tala um? Ég hef aldrei heyrt um Al-Anon. Hvar er það? Hvernig …
Jólafundur í Sprotanum, 24. des. kl. 13:05
Gula húsinu, Tjarnargötu 20 Vinsamlegast athugið að það verður fundur á aðfangadag kl. 13:05 í föstudagsdeildinni Sprotanum, í Gula húsinu, Tjarnargötu 20, Reykjavík. Fundurinn verður á annarri hæð. Einnig verður fundur á gamlársdag á sama tíma og á sama stað. Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á þessum hátíðisdögum. Verið velkomin! Félagar í Sprotanum …
Jólakvíðinn er farinn
Íslensk reynslusaga Eftir hrunið versnaði fjárhagur minn mikið, enda láglauna-manneskja. Sporin tólf hafa hjálpað mér mikið til þess að ég geri mér grein fyrir því hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Samband mitt við minn æðri mátt hefur orðið til þess að ég hef geta tekist á við þennan erfiða fjárhag. En samt þurfti ég líka á aðstoð …
Kvennadeildin á fimmtudögum fer í jólafrí í desember
Hlekknum hefur borist eftirfarandi tilkynning frá kvennadeild Al-Anon sem er á fimmtudögum kl.21 á Héðinsgötu: Við tökum okkur jólafrí í desember en byrjum aftur af fullum krafti fimmtudaginn 13. janúar 2011. Deildarfulltrúi