Kaffistofu Samhjálpar, Borgartúni 1 Það hefur verið ákveðið að færa fundi Kvennadeildarinnar Kjarks sem haldnir eru í kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1, sem áður voru á þriðjudagskvöldum kl. 21.00 yfir á mánudagskvöld kl. 19.30 á sama stað. Breytingin mun taka gildi í febrúar og verður fyrsti fundurinn miðað við breytingu 1. febrúar 2016. Fundir í janúar verða því á óbreyttum …
Nýlegar breytingar á fundarskrá
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á fundarskránni núna í janúar 2016: Fundir á íslensku í Osló hafa færst frá miðvikudögum kl. 21 til fimmtudaga kl. 20:15. Hádegisfundir á mánudögum í Reykjavík (Héðinsgötu) hafa fallið niður. Þemafundir á mánudögum í Kaffistofu Samhjálpar hafa fallið niður. Með Al-Anon kveðju
Breyttur fundartími á Jóladag
Föstudagsdeildin Sprotinn Al-Anon fundur í föstudagsdeildinni Sprotanum, Tjarnargötu 20, verður haldinn kl. 15:00 í stað hefðbundins fundartíma kl. 18:00 á jóladag, 25. desember. Allir velkomnir. Með kveðju Föstudagsdeildin Sprotinn
Vantar fólk í ráðstefnunefnd
Sjálfboðaliðar óskast Ráðstefnunefnd bráðvantar fleiri félaga. Áhugasamir vinsamlegast sendi tölvupóst á al-anon@al-anon.is með nafni og símanúmeri. Kveðja Ráðstefnunefnd
Jólafrí hjá miðvikudagsdeild í Neskirkju
Miðvikudagsdeildin „Hafðu það einfalt“ í Neskirkju hefur ákveðið að fella niður fundi 23. desember og 30. desember 2015. Með jólakveðju Miðvikudagsdeild Neskirkju
Afmælisfundur Al-Anon á Íslandi
Grafarvogskirkju sunnudag 15. nóvember kl. 20:00 Kæru félagar, Samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 43 ára á þessu ári. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi …
Svæðisfundur Suð-Vestursvæðis haust 2015
28. nóvember, Suðurgötu 7, Hafnarf. Svæðisfundur Suð-Vestur Svæðis verður haldinn þann 28. nóvember 2015 kl. 15:15 að Suðurgötu 7 (Góðtemplarahúsinu) Hafnarfirði. Dagskrá fundarins: Fundur settur með Æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr Einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta Svæðisfundar lesin Önnur mál Deildarfulltrúar minntir á að miðla niðurstöðum Svæðisfundar …
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis haust 2015
17. nóvember í Sundaborg 5 Ágætu deilda- og varadeildafulltrúar, Vinsamlega lesið upp á næstu fundum því mikilvægt er að sem flestir félagar sjái sér fært að koma á svæðisfundinn. Svæðisfundur Reykjavíkursvæðisins verður haldinn þann 17. nóvember 2015 kl. 17:30 til 19:00 í Sundaborg 5, 104 Reykjavík (gengið inn í austurenda hússins). Húsið opnar kl. 17:00 og verða …
Aukinn persónulegur þroski
Langar þig að prófa eitthvað nýtt í Al-Anon og auka í leiðinni við persónulegan þroska þinn? Okkur vantar fleiri hendur til að sinna starfinu. Útgáfunefnd, almannatengslanefnd og framkvæmdanefnd leita að nýjum félögum. Félagar sem hafa verið í a.m.k. tvö ár í Al-Anon eru hvattir til að gefa kost á sér til setu í nefndum. Munið að við berum …
Opnunardögum bóksölu fækkað
opið á þriðjud. kl. 16:00 til 18:00 Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að koma lesefni Al-Anon á framfæri og nota það í efnistökum fundanna til að vekja athygli nýrra félaga á þeim fjársjóði sem liggur í ráðstefnusamþykkta lesefninu okkar. Bóksalan hefur verið opin tvo daga í viku frá því í ágúst, en viðskiptin hafa verið dræm. …