Tilkynning frá svæðisfulltrúa Suð-Vestursvæðis

Svæðisfundur 17. apríl á Snæfellsnesi Kæru félagar,Svæðisfundur Suð-Vestursvæðis verður haldinn 17. apríl í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Við hlökkum til að hitta sem flesta og biðjum félaga um að fjölmenna á svæðisfundinn. Dagskráin er eftirfarandi:   11:00 Fundur settur með Æðruleysisbæn, kosinn fundaritari. 11:05 Erfðavenjur lesnar 11:10 Umræður og hópavinna með yfirskriftinni: Nauðsyn þess að fara eftir Erfðavenjum Al-Anon svo deildir megi kalla …

Félagar óskast í 12 spors starf í nefndum samtakanna

Auglýsing frá aðalþjónustunefnd 12. spors starf er gefandi, jafnt fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur.   Ef þú hefur verið virkur félagi í þjónustu í deildinni þinni, þá er hugsanlega kominn tími á að gefa kost á sér til þjónustu á landsvísu.   Nefndir eru eitt af mikilvægustu verkfærum Al-Anon samtakanna. Þær eru mikilvægur hlekkur til að koma á framfæri …

Gleymskudagurinn verður 19. mars í ár

Frá Almannatengslanefnd Kæru deildir og félagar!   Í ár verður gleymskudagurinn haldinn þann 19.mars n.k.   Gleymskudagur er amerísk fyrirmynd þar sem Al-Anon félagar “gleyma” samþykktum bæklingum og lesefni á helstu opinberu stöðum í hverfi deildarinnar, s.s. eigin vinnustað, sundlaugum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, strætó, inn í bókum sem verið er að skila á bókasafnið o.fl.    Félagar gætu …

16. ágúst

Hope for today 6. erfðavenjan varar okkur við því að leiða hugann frá uppaflegum andlegum tilgangi okkar, hana er hægt að taka saman í þrjú einföld orð – einbeitingu, einbeitingu, einbeitingu. Hvernig á þetta við um mig í Al-Anon ? Ég kýs að sættast á það að eini tilgangur Al-Anon er að hjálpa fjölskyldum og vinum alkahólista. Hvernig fer ég …

Bati minn getur hafist – þegar ég sleppi tökunum

The Forum, nóvember 2009   Þegar ég kom í Al-Anon, áttaði ég mig ekki á hversu stjórnsöm ég var að eðlisfari. Ég hélt að það væri í lagi, jafnvel hið besta mál að halda drykkfelldum eigimanni mínum frá áfengi. Núna, eftir nokkra mánuði á bataleiðinni, veit ég betur. Samt verð ég að vera á varðbergi gagnvart stjórnseminni. Um daginn fékk ég …

Afmælisfundur Árbæjardeildar

Af deildarstarfinu Opinn fundur Að venju fagnar Árbæjardeildin  afmæli sínu með opnum fundi. Fundurinn er á venjulegum fundartíma deildarinnar kl. 21:00 í kvöld, þriðjudaginn 19. janúar.   Al-Anon félagar eru hvattir til að fagna þessum tímamótum með Árbæjardeildinni og nota tækifærið til að taka með sér gesti og kynna fyrir þeim bataleiðina og starf Al-Anon samtakanna. Gestur deildarinnar í kvöld verður …

Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið í Al-Anon í safnaðarheimili Grensáskirkju

Skráningu lýkur 13. janúar 2010 Dagskrá meðfylgjandi Vinsamlegast athugið að ákveðið hefur verið að gefa færi á því að skrá sig líka á morgun þann 13. janúar og er hægt að skrá sig fram til 12:00 að miðnætti.   Næsta laugardag þann 16. janúar verður haldin vinnusmiðja í tengslum við árlega landsþjónusturáðstefnu Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi. Þessi vinnusmiðja er um …

Skráningu lokið á landsþjónusturáðstefnu Al-Anon

  Vinsamlegast athugið að skráningu lauk 6. janúar. Eingöngu skráðum fulltrúum er heimill aðgangur.       Dagskrá ráðstefnu er kl. 9:30-17:00 báða dagana og er hún haldin í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Skráningargjald er 4.000 kr. og fer í að greiða mat, húsaleigu, fjölritun gagna og póstburðargjöld. Eingöngu þeir sem skrá sig í tíma hafa aðgang að ráðstefnunni.   Deildar-og varadeildarfulltrúar …

Ég hef ekki misst af neinu

Íslensk reynslusaga Ég var alin upp við alkóhólisma og 6 ára gömul var ég send í sveit til vandalausra yfir sumarið. Ég var í sveit á sumrin frá 6-15 ára aldri og fór yfirleitt daginn eftir skólaslit og kom rétt fyrir skólabyrjun. Ég fór aldrei á sumarnámskeið eins og skólasystkini mín, aldrei í skátabúðir, aldrei í unglingavinnuna. Ég eignaðist barn …

10. spors vinnan er æðisleg

Félagi deilir reynslu af sporavinnu Ég hef undanfarið unnið mikið í að greina sjálfa mig sem aðstandanda alkóhólista og hef reynt að finna hvað það er sem ég vil breyta og bæta. Ég hef verið að vinna í sporavinnunni og er komin í 10. sporið sem segir: „Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust“. Í …