Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið í Al-Anon í safnaðarheimili Grensáskirkju

Skráningu lýkur 13. janúar 2010
Dagskrá meðfylgjandi

Vinsamlegast athugið að ákveðið hefur verið að gefa færi á því að skrá sig líka á morgun þann 13. janúar og er hægt að skrá sig fram til 12:00 að miðnætti.

 
Næsta laugardag þann 16. janúar verður haldin vinnusmiðja í tengslum við árlega landsþjónusturáðstefnu Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi. Þessi vinnusmiðja er um trúnaðarsambandið og trúnaðarmennskuna (sponsorship).
Hún er opin öllum Al-Anon félögum sem áhuga hafa á því að deila reynslu, styrk og von um trúnaðarsambandið og fræðast um hvað lesefni Al-Anon segir um það.
Tveir félagar með mikla reynslu sem trúnaðarmenn (sponsor) mun segja frá sinni reynslu.
Félagi kynnr og les upp úr Al-Anon lesefni um trúnaðarsambandið og segir frá því hvernig má nýta Al-Anon og Alateen lesefnið  til þess að dýpka  trúnaðarsambandið.
Fjallað verður þjónustu-trúnaðarmennsku (service-sponsorship) og á hverju hún byggist.
Hópavinna verður þar sem félagar ræða þær hugmyndir sem koma hafa fram.
 
Niðurstöður hópa verða kynntar öllum og útdráttur úr þeim settur á netið ásamt þeim gögnum sem félagar sem sækja vinnusmiðjuna fá í hendur.
 
Grunnhugmyndir varðandi trúnaðarsambandið verða ræddar:
Stuðningur en ekki stjórnun
Virðing og vinsemd en ekki vinsældakeppni og valdafíkn
Mörk en ekki meðvirkni
Aðlöðun en ekki áróður
 

Gjald er 1.800 kr (húsaleiga, matur, gögn) og greiðist við komu. Skráning er nauðsynleg og lýkur henni á miðnætti miðvikudaginn 13. janúar.

Skráning fer fram á skrifstofu Al-Anon 551-9282, al-anon@al-anon.is

Vinnusmiðjan er frá kl. 12.40-16.40


12.40-13.15 snarl með ráðstefnugestum, greiðsla þátttökugjalds, afhending gagna
13.15-13.30 Félagi deilir reynslu, styrk og von af því að vera í trúnaðarsambandi, sem skjólstæðingur (sponsía), sem trúnaðarmaður, spora-, erfðavenjuvinnu og þjónustuhugtakavinnu í gegnum Paths to Recovery (Leiðir til bata) og af trúnaðarmennsku í Alateen.
Fyrirspurnir og svör
Axlanudd 3 mínútur ;0)
13.30-13.45 Hugleiðing um trúnaðarmennskuna og samband trúnaðarmanns og skjólstæðings út frá meginreglum Al-Anon fjölskyldudeildanna reynslusporum og erfðavenjum.
Fyrirspurnir og svör
13.45 Hópumræður kynntar, skipt í hópa, stutt pása
14.00-15.00 Hópumræður
Kaffipása 15.00-15.20
15.20-15.30
Trúnaðarsambandið og lesefni Al-Anon. Lesið úr Al-Anon leiðinni (How Al-Anon Works…) um trúnaðarsambandið í Al-Anon, bæklingurinn um trúnaðarsambandið kynntur og fl.
Fyrirspurnir og svör
15.30-16.00 Niðurstöður hópa kynntar
16.00-16.10 Aðalatriði niðurstaðna dregnar saman.
teygjur og beygjur ;0)
16.15-16.30 Þjónustu-trúnaðarsambandið (Service -Sponsorship)
Fyrirspurnir og svör
16.40 Æðruleysisbænin
16.45 Tiltekt (margar hendur vinna létt verk)