Félagar óskast í 12 spors starf í nefndum samtakanna

Auglýsing frá aðalþjónustunefnd
12. spors starf er gefandi, jafnt fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur.   Ef þú hefur verið virkur félagi í þjónustu í deildinni þinni, þá er hugsanlega kominn tími á að gefa kost á sér til þjónustu á landsvísu.   Nefndir eru eitt af mikilvægustu verkfærum Al-Anon samtakanna. Þær eru mikilvægur hlekkur til að koma á framfæri skoðunum félaganna og auka þekkinguaðalþjónustuskrifstofunnar á margvíslegum málum sem snerta starfið.
Allir nefndarmenn þ.m.t. formenn fastanefnda eru kosnir til eins árs í senn. Hægt er að endurkjósa þá. Einungis er hægt að gegna sama hlutverkinu í 3 ár í senn. Hámarkssetutími samfleytt í nefnd eru 6 ár. Nefndarmenn geta einnig flutt sig á milli nefnda. Nefndir eru frábær leið til að þjálfa leiðtoga framtíðarinnar.
 
Auglýst er eftir félögum til að taka að sér laus þjónustuhlutverk í tveimur fastanefndum samtakanna.
Í skrifstofunefnd vantar tvo félaga,  vefstjóra til að stýra vef samtakanna www.al-anon.is  og bókara til að færa bókhald samtakanna.  
Í útgáfunefnd vantar formann til að stýra verkefnum nefndarinnar. 
 
Áhugasamir eru beðnir að senda skrifstofu samtakanna tölvupóst á netfangið al-anon@al-anon.is