Reynslusaga Heftið okkar Leiðsögn til bata skiptist í sex kafla og þar gefst okkur tækifæri til að gera persónulega úttekt á viðhorfum, ábyrgð, sjálfsmati, ást, þroska og skapgerðareinkennum okkar. Áður hafa verið birtast hér á síðunni reynslusögur um viðhorf og ábyrgð. Hér kemur reynslusaga um ást. Ég minnist þess ekki að einhver hafi sagt við mig í mínum uppvexti …
Ábyrgð
Reynslusaga Ég var ofurábyrg yfir gjörðum fyrrverandi sambýlismanns, sona minna og skoðanamyndunum allra í kringum mig. Svona ábyrgð er íþyngjandi og skemmandi og þar af leiðandi óheilbrigð. Í Al-Anon hef ég lært að færa þessa ríku ábyrgðarkennd í heilbrigðari farveg. Það er mín reynsla að þessi lærdómur lærist smátt og smátt þar sem heilbrigðari sýn á aðstæður fara að skýrast …
Viðhorf
Reynslusaga Þegar ég kom fyrst í Al-Anon var ég óttasleginn, óöruggur og átti erfitt með að treysta öðru fólki. Ég fann fljótt að ég átti heima í þessum félagsskap og smám saman fór ég að treysta því að það sem væri sagt á fundum og félaga í milli færi ekki lengra. Það kom að því að ég varð tilbúinn til …
Hátíðarfundur 28. maí 2011 kl. 14-17
Al-Anon samtökin 60 ára Allir hjartanlega velkomnir! Al-Anon Fjölskyldudeildirnar voru stofnaðar í New York í maí árið 1951. Stofnfélagar voru ekki margir, en í ár fagna milljónir Al-Anon félaga um allan heim sextíu ára afmælinu. Í tilefni af þessum tímamótum bjóða Al-Anon samtökin á Íslandi almenningi á opinn fund þar sem tveir Al-Anon félagar deila reynslu sinni, styrk og von …
Ný enskumælandi Al-Anon deild
New Al-Anon group in ENGLISH! First meeting will be 9.5.2011 (íslenska fyrir neðan) I would like to invite your to join a new Al-Anon group, English speaking Al-Anon in Iceland (the name has not yet been decided). Our meetings will be held on Mondays from 7:30 pm until 8:30 pm. at the Yellow AA House on Tjarnagata 20, 101 …
Svæðisfundur Al-Anon deilda á suðvestur svæði
Haldinn 30. apríl á Selfossi Nú er komið að vorfundi suðvestur svæðis. Fundurinn verður haldinn að Hrísholti 8 á Selfossi laugardaginn 30. apríl 2011 kl. 10. Á svæðisfundi hefur hver deild eitt atkvæði. Hún hefur falið deildarfulltrúa sínum að greiða þar atkvæði eins og samviska hans býður honum eftir að hafa hlustað á og tekið þátt í umræðum. Allir deildar- …
Eftirminnileg hópvinna
4. spors vinna Þegar ég var búin að vera í Al-Anon samtökunum í 6 ár og farin að taka að mér meiri þjónustu í deildinni langaði mig að fara dýpra í 4. sporið. Ég var þá að lesa Paths to Recovery (Leiðir til bata), þá frábæru bók. Bókin fjallar um allar þrjár meginstoðir Al-Anon samtakanna, sporin 12 fyrir bata einstaklingsins, …
Leiðsögn til bata 4. spors vinnuhefti
Vissir þú af þessum bæklingum? Kynning á lesefni frá framkvæmdanefnd Tilvalið hefti fyrir 4. spors vinnu, bæði fyrir hópa og einstaklinga Á íslensku: 1.100 kr. Á ensku: 1.800 kr. Við aðstandendur erum oftar en ekki mjög upptekin að alkóhólistunum hvort þeir fari í meðferð, sæki AA fundi, fái sér trúnaðarmann, taki sporin o.s.fv. En við gleymum að líta í eigin …
Reynslusaga
Leið mín lá í Al-Anon fyrir allmörgum árum þegar ég fór á kynningarfund sem mér var bent á í framhaldi af fyrstu meðferð bróður míns. Ég er uppkomið barn alkahólista og aðstandandi. Í kjölfar drykkju á heimilinu leið mér alltaf illa, fannst ég utangátta og passa hvergi inn í neinn félagskap. Ég var sífellt í feluleik og gat ekki …
Vetrarlokun skrifstofu
22. mars til og með 11. apríl Skrifstofan verður lokuð frá 22. mars til og með 11. apríl. Hægt er að hafa samband eða panta lesefni á netinu annaðhvort á heimasíðunni www.al-anon.is eða með tölvupósti al-anon@al-anon.is. Ef mikið liggur við má hringja í síma 846-3834. Ath. skrifstofan opnar aftur 12. apríl. með Al-Anon kveðju aðalþjónustunefnd