Al-Anon samtökin 60 ára
Allir hjartanlega velkomnir!
Al-Anon Fjölskyldudeildirnar voru stofnaðar í New York í maí árið 1951. Stofnfélagar voru ekki margir, en í ár fagna milljónir Al-Anon félaga um allan heim sextíu ára afmælinu.
Í tilefni af þessum tímamótum bjóða Al-Anon samtökin á Íslandi almenningi á opinn fund þar sem tveir Al-Anon félagar deila reynslu sinni, styrk og von af Al-Anon bataleiðinni. Enn fremur segja tveir félagar frá því hvernig erfðavenjurnar hafa hjálpað þeim í samtökunum og í lífinu. Milli þessara atriða verður boðið upp á lifandi tónlist.
Hátíðarfundurinn verður haldinn laugardaginn 28. maí n.k. að Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík og hefst klukkan 14:00 og stendur til kl. 17:00.
Verið öll hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.
Bestu kveðjur,
Almannatengslanefnd Al-Anon