Svæðisfundur Al-Anon deilda á suðvestur svæði

Haldinn 30. apríl á Selfossi
Nú er komið að vorfundi suðvestur svæðis. Fundurinn verður haldinn að Hrísholti 8 á Selfossi laugardaginn 30. apríl 2011 kl. 10.
 
Á svæðisfundi hefur hver deild eitt atkvæði. Hún hefur falið deildarfulltrúa sínum að greiða þar atkvæði eins og samviska hans býður honum eftir að hafa hlustað á og tekið þátt í umræðum. Allir deildar- og varadeildarfulltrúar eru sérstaklega hvattir til að mæta en fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllum félögum. Þarna fáum við tækifæri til að hitta aðra félaga og ræða málefni sem snúa að deildunum okkar, svæðinu okkar og Al-Anon í heild sinni.
Mikilvægt er að tilkynna komu sína á svæðisfundinn eigi síðar en 26. apríl 2011 með því að senda póst á netfangið birkigrund@gmail.com 
(þetta er aðeins gert svo að allir fái næga næringu :c)
Ef deildir á svæðinu vilja koma með fyrirspurnir og/eða tillögur sem teknar verða fyrir á svæðisfundinum þá endilega sendið þær á ofangreint netfang.
 
Dagskrá fundarins:
10:00   Fundur settur með Æðruleysisbæn og þar á eftir er fundarritari kosinn
10:05    Erfðavenjur lesnar
10:10   Hlutverk svæðisfundar kynnt
10:15   Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin
10:20   Umræður og hópavinna með yfirskriftinni:
Uppbygging og málefni deilda.
·         Skýrsla frá hverri deild fyrir sig um uppbyggingu deildanna
·         Þjónustuhlutverk deilda
·         Hvað gerir deildina okkar sterka
·         Er eitthvað sem betur má fara í deildinni okkar.
·         Er eitthvað málefni sem deilt er á um í deildinni okkar.
12:00  Matarhlé
12:30 Kosnir eru þrír landsþjónustufulltrúar og þrír til vara til setu á árlegri landsþjónusturáðstefnu Al-Anon á Íslandi.
12:45 Önnur mál, næsti fundur og fundarstaður ákveðinn
13:45 Fundi slitið með Æðruleysisbæn
 
14:00-15:00 Auglýstur opinn Al-Anon fundur. Fundurinn verður auglýstur á svæðinu sem kynningarfundur.
 
Kær kveðja
Svæðisfulltrúi