sumarið 2017 Bóksalan (aðalþjónustuskrifstofa) verður lokuð í sumar frá og með 20. júní 2017. Tilkynnt verður um vetraropnunartíma í haust. Með kveðju Al-Anon samtökin á Íslandi
Ný deild í fundaskrá
Fundir á pólsku Pólska deildin „Islandia“ hefur verið stofnuð. Fundir eru á miðvikudgötum kl. 18:00 í Biskupsstofu fyrir aftan Landakotskirkju. Fundaskrá hefur verið uppfærð.
Breyting á fundum í Árbæjarkirkju
Sumarið 2017 Fundir á þriðjudagskvöldum í Árbæjarkirkju (Rvk) breytast þannig í sumar: Sporafundir falla niður frá og með 16. maí til 1. sept. 2017 Nýliðafundir falla niður í júlí og ágúst. Með kveðju
Svæðisfundur Suðvestursvæðis maí 2017
13. maí á Selfossi Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 13. maí 2017 kl. 11:00 að Hrísholti 8, 800 Selfossi. Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund. Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinn Lesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Tökum nokkrar teygjur …
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis
Apríl 2017 Svæðisfundur Reykjavíkur verður haldinn 25. apríl n.k. kl. 17:00-18:00 að Sundaborg 5, gengið inn austan megin við húsið. Allir félagar í Al-Anon eru velkomnir en aðeins deildarfulltrúar hafa atkvæðisrétt. Kveðja frá Svæðisfulltrúa
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon á Íslandi 2017
Laugardaginn 1. apríl í Reykjavík Kæru félagar Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2017 verður haldin laugardaginn 1. apríl n.k. í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík (ská á móti Pítunni í Skipholti). Vinnustofa verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 2. apríl (sjá frétt um vinnusmiðju). Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: „Trúnaðarsambandið – þáttur í bataferlinu.“ Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja …
Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið
Sunnudag 2. apríl kl. 11:00 Kæru félagar. Vinnusmiðja um trúnaðarsambandið verður haldin sunnudaginn 2. apríl 2017, kl. 11.00-15.00 í Sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29 (ská á móti Pítunni í Skipholti). Þátttaka er opin öllum Al-Anon félögum án endurgjalds, en þakklætispotturinn verður á sínum stað. Vinnusmiðjan er liður í að efla framboð af trúnaðarmönnum/konum. Við vonumst til að …
Breytingar á fundum
Alateen og kvennadeild mánudögum Eftifarandi breytingar hafa verið gerðar á fundaskrá. Kvennadeildin „Kjarkur“ sem er með fundi á mánudagskvöldum kl. 19:30 er flutt úr kaffistofu Samhjálpar í Tjarnargötu 20 (gula húsið). Alateen fundir leggjast niður um tíma. Með kveðju Al-Anon á Íslandi
Breyting á fundaskrá: Ný deild
Ný deild hefur verið stofnuð með fundi á þriðjudgötum kl. 19:30 í Guðríðarkirkju, Grafarholti. Fundarskrá hefur verið uppfærð.
Afmælisfundur Al-Anon 20. nóvember 2016
Sunnudagur kl. 20 í Grafarvogskirkju Kæru félagar, Al-Anon samtökin voru stofnuð þann 18. nóvember 1972 og verða því 44 ára á þessu ári. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember í Grafarvogskirkju og við viljum hvetja þig til að mæta og gleðjast með okkur. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. …