Miðvikjudagsdeildin í Borgartúni verður með óbreyttann fundartíma um jól og áramót en nýliðafundir falla þó niður.
Fundir um hátíðarnar
Kæru félagar Nú þegar örfáir dagar eru til jóla fara deildir að huga að fundartíma um jól og áramót. Þær deildir sem hafa fundartíma á aðfanga- jóla-, gámlárs- og nýjársdag hafa oft fært sína fundi og nú ætlar Miðvikudagsdeildin á Akureyri að færa sína fundi til kl. 14 á aðfanga- og gamlársdag.Aðrir sem hafa hugsað sér að breyta fundartíma eru …
Opinn jólafundur í Árbæjardeild
Þriðjudaginn 9. desember mun Árbæjardeildin halda sinn árlega jólafund. Gestaleiðari kemur og deilir reynslu sinni með fundargestum. Eftir fund bjóða svo félagar upp á kaffi og meðlæti. Fundurinn er öllum opinn og eru Al-Anon félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Með Al-Anon kveðju. deildarfulltúi Árbæjardeildar
Alateendeild í vanda
Kæru félagar í Al-Anon Eftirfarandi tilkynning barst Hlekknum frá Al-Anondeildinni Sprotanum en sú deild fundar á sama stað og Alateendeildin og hafa félagar í deildinni reynt af fremsta megni að hlaupa undir bagga með Alateendeildinni svo hægt sé að halda fundi. ,,Sú alvarlega staða er komin upp að Alateen deildin er vart starfhæf. Alateen fastanefndin hefur ekki starfað í …
Afmælisfundur Al-Anon 16. nóvember
Kæru félagar í Al-Anon. Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2008. Fundurinn verður haldinn í Grafarvogskirkju, kl. 20:30 og er öllum opinn! Hér er tækifæri fyrir alla að kynna sér Al-Anon!!! Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti. AL-ANON samtökin voru stofnuð á Íslandi þann 18. nóvember …
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008/Þjónusta til þroska
Þjónusta til þroska Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008 Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008 verður haldin 10. og 11. október í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Þjónusta til þroska Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon starfið í landinu.Landsþjónustu-ráðstefnan er aðalfundur nefnda Al-Anon þar sem þær greina frá starfinu á undanförnu ári í landsþjónustu Al-Anon, einnig eiga öll svæði þar …
Þjónusta í Al-Anon – leið til bata.
Al-Anon leiðin er grundvölluð af þremur stoðum, reynslusporunum, erfðavenjunum og þjónustuhugtökunum. Það eru þessar þrjár stoðir sem tákna þríhyrninginn í merki samtakanna. Reynslusporin og erfðavenjurnar eru ætíð á vörum okkar á fundum í deildunum en þjónustuhugtökin fá oft á tíðum minni athygli. Það er hins vegar staðreynd að þjónusta í nefndum Al-Anon getur veitt okkur aukinn bata, bata sem …
Fréttir úr þjónustunn – Samskipti: ,,Lykill að skilningi“
Þetta er yfirskrift næsta Samráðsfundar Alþjóðafulltrúa Al-Anon sem kallast á ensku International Al-Anon General Service Meeting (IAGSM). Fundurinn verður haldinn í Finnlandi dagana 1.-4. október. Sem fyrr mun Al-Anon á Íslandi senda tvo fulltrúa sína sem deila reynslu sinni, styrk og von af þjónustunni með öðrum Al-Anon félögum víðsvegar úr heiminum. Degi áður en Samráðsfundurinn hefst munu …