Fréttir úr þjónustunn – Samskipti: ,,Lykill að skilningi“

Þetta er yfirskrift næsta Samráðsfundar Alþjóðafulltrúa Al-Anon sem kallast á ensku International Al-Anon General Service Meeting (IAGSM).  Fundurinn verður haldinn í Finnlandi dagana 1.-4. október. 
 
 
  Sem fyrr mun Al-Anon á Íslandi senda tvo fulltrúa sína sem deila reynslu sinni, styrk og von af þjónustunni með öðrum Al-Anon félögum víðsvegar úr heiminum.  Degi áður en Samráðsfundurinn hefst munu fulltrúar frá Evrópu halda sérstakan fund um Al-Anon í Evrópu.  IAGSM fundurinn er haldinn á tveggja ára fresti.
            Um þessar mundir eru alþjóðafulltrúar Al-Anon á Íslandi að undirbúa sig fyrir fundinn.  Þjónustuhlutverk alþjóðafulltrúa varir í fjögur ár og hver fulltrúi fer á tvo IAGSM fundi.  Á fundinum í október verða haldin erindi og vinnusmiðjur um ýmislegt sem tengist Al-Anon fjölskyldudeildunum, þá hjálp sem samtökin veita og þjónustuna í þeim.
            Al-Anon er eins um allan heim og það er árangursrík að sjá hvernig fjarlægar þjóðir leysa vandamál sín í þjónustunni og haga sinni þjónustu-uppbyggingu.  Samskipti eru svo sannarlega lykill að skilningi og víðsýni – hvort sem samskiptin eru á milli félaga í Al-Anon, milli Al-Anon deilda, milli svæða eða þjóða.
            Eftir heimkomuna munu alþjóðafulltrúar segja frá IAGSM fundinum á næstu Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon 10.-11. október, á svæðisfundur, í nefndum og í deildum.
 
Arnar og Bjarney
Alþjóðafulltrúar