Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008/Þjónusta til þroska

Þjónusta til þroska
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon árið 2008 verður haldin 10. og 11. október í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Þjónusta til þroska
Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon starfið í landinu.
Landsþjónustu-ráðstefnan er aðalfundur nefnda Al-Anon þar sem þær greina frá starfinu á undanförnu ári í landsþjónustu Al-Anon, einnig eiga öll svæði þar kjörna fulltrúa sem greina frá starfi svæðanna og hafa atkvæðisrétt. Ráðstefnan er stefnumiðandi fyrir samtökin og hefur að leiðarljósi tólf erfðavenjur og tólf þjónustuhugtök Al-Anon.