Lifðu og leyfðu öðrum að lifa

Homeward Bound   Þetta slagorð minnir okkur á að lifa hvern dag á innihaldsríkan hátt með því að beina sjónum okkar að okkur sjálfum – og bera ávallt virðingu fyrir því að annað fólk hefur þeirra eigin skoðanir, æðri mátt og ábyrgð á eigin gerðum.     Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995    

Góðir hlutir gerast hægt

Homeward Bound Spenna og vanhugsuð viðbrögð leiddu aðeins til vandræða.  Að slaka á gerir okkur rólegri og verður til þess að við verðum afkastameiri og gagnlegri.      Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995  

Al-Anon, þetta er málið

Úr nýjum bæklingi Al-Anon var síðasta hálmstráið fyrir sum okkar. Við þjáðumst, fundum fyrir örvæntingu og sum okkar höfðu misst vonina.  Við mættum á okkar fyrsta fund og við héldum áfram að mæta. Sársaukinn sem við þekktum svo vel hvarf. Við vissum að þjáningin var tengd drykkju einhvers og að hennar vegna var okkur ekki unnt að lifa eðlilegu lífi. …

Byrjum á byrjuninni

Homeward Bound Þetta slagorð minnir okkur á að raða í forgangsröð, setja þá hluti í forgang sem okkur eru mikilvægastir.   Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995    

Einn dagur í einu

Homeward Bound Það er þýðingarlaust að harma fortíðina og hræðast framtíðina.  Í Al-Anon reynum við að lifa aðeins fyrir einn dag í einu – og lifa þann dag eins fullkomlega og við getum.      Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995

11. Maí- Einmanaleiki

Courage to Change: Ég ver meiri tíma með sjálfum/sjálfri mér heldur en með nokkrum öðrum. Er ekki skynsamlegt að verja dálítilli orku í að gera þetta samband eins ánægjulegt og mögulegt er? Önnur manneskja getur ekki komið í veg fyrir að ég verði einmana, en það er unnt að fullnægja innri tómleika mínum. Ég get lært að meta eigin félagsskap. …

9. Mars- Traust

Courage to Change (Kjarkur til að breyta): Ég berst oft við að finna út hver minn vilji er og hver Guðs vilji er. Ég finn æðruleysið hverfa mér á meðan styrjöld geisar í huga mér og háværar raddir skipa mér að fara þessa leið eða hina leiðina.  Efi er óumflýjanlegur fylgifiskur leitarinnar að andlegri hjálp. Ég hef ekki leiðarvísi svo …

Al-Anon á 70 sekúndum

– Helstu hugtökin Okkur langar til þess að deila með þér nokkrum meginhugtökum Al-Anon til þess að hjálpa þér til að skilja þá umræðu sem fram fer og gera fyrstu fundina þína innihaldsríkari.  Helsta grundvallarhugsunin er kannski sú að við eru vanmáttug  gagnvart alkóhólistanum en við höfum stjórn á okkur sjálfum. Þess vegna muntu heyra okkur tala um hvernig við getum …

Að sleppa tökunum

Aftenging! Einblöðungurinn S-19 Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Flestum er um megn að búa við afleiðingar drykkju annarrar manneskju án þess að leita sér hjálpar.  Í Al-Anon lærum við að einstaklingar eru ekki ábyrgir fyrir sjúkdómi annarrar manneskju eða bata hennar.  Við látum af þráhyggju vegna hegðunar annarra og hefjum hamingjuríkara og viðráðanlegra líf, líf sem felur í sér reisn og réttindi; …