Al-Anon, þetta er málið

Úr nýjum bæklingi
Al-Anon var síðasta hálmstráið fyrir sum okkar. Við þjáðumst, fundum fyrir örvæntingu og sum okkar höfðu misst vonina. 
Við mættum á okkar fyrsta fund og við héldum áfram að mæta. Sársaukinn sem við þekktum svo vel hvarf. Við vissum að þjáningin var tengd drykkju einhvers og að hennar vegna var okkur ekki unnt að lifa eðlilegu lífi.
 
Um hvað tala Al-Anon og Alateen félagar á fundum?
Á fundum deilum við reynslu, styrk og von hvert með öðru.Þetta gerum við með því að einbeita okkur að okkur sjálfum og þeim hugmyndum sem Al-Anon býður upp á til bata. Bati hvers og eins í gegnum andlegan vöxt ásamt
sameiginlegri velferð deildarinnar skiptir mestu máli. Með því að einbeita okkur að tilfinningum okkar og viðhorfum gagnvart ástandinu, frekar en smáatriðum þess, leggjum við okkar af mörkum til einingar deildarinnar og eigin bata.

Þýtt úr bæklingnum Al-Anon spoken her