Bókin „Leiðir til bata“ er komin út

Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon   Bókin Leiðir til bata – Reynsluspor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon er nú komin út. Um er að ræða íslenska þýðingu á Paths to Recovery-Al-Anon’s Steps, Traditions and Concepts þar sem fjallað er um hinar þrjár arfleifðir Al-Anon: reynslusporin, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin.   Bókinni er skipt í þrjá meginhluta þar sem hver arfleifð er tekin …

Húsavík: breytingar á fundartíma

  Við vekjum athygli á breyttum fundartíma hjá Al-Anon á Húsavík. Frá janúar 2019 verða haldnir fundir 1. og 3. mánudag í mánuði kl. 20:00. Staðsetning verður sem áður í Kirkjubæ.   Jólin 2018: athugið að fundir falla niður á Aðfangadag og Gamlársdag.   Kveðja Húsavíkurdeild  

Breyttur fundartími um jólin 2018

Kvennadeildin Kjarkur   Áríðandi tilkynning   Kvennadeildin Kjarkur mun funda á Þorláksmessukvöld kl. 19:30 og á kvöldi þess 30. desember en EKKI á Aðfangadagskvöld né Gamlárskvöld.   Kveðja Kvennadeildin Kjarkur   

Bóksalan heldur áfram

  Kæru félagar.   Ákveðið hefur verið að hafa bóksöluna áfram með sama hætti og fyrir sumarfrí. Bækur verða afgreiddar annan hvern föstudag en einnig verður opið á skrifstofunni fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á milli 16 og 18.   Afgreiðsludagar pantana verða sem hér segir: 24. ágúst 7. september 21. september 5. október 19. október 2. nóvember 16. nóvember 30. …

Bóksala – sumarafgreiðsla 2018

Júní, júlí og ágúst   Bóksalan verður í sumarham í júní, júlí og ágúst. Bókapantanir verða afgreiddar fyrsta föstudag í mánuði. Bóksala á skrifstofu verður enn sem áður opin fyrsta fimmtudag í mánuði milli kl. 16 og 18.   Bestu kveðjur, Framkvæmdanefnd  

Svæðisfundur Suðvestursvæðis

Í Mosfellsbæ 30. maí   Svæðisfundur Suðvestursvæðis verður haldinn 30. maí 2018 kl. 18:15  í Lágafellskirkju Lágafelli Mosfellsbæ.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á Svæðisfund.   Dagskrá fundarins: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Fundarritari kosinnLesið upp úr einn dagur í einu, Erfðavenjur og Þjónustuhugtök Hlutverk Svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Tökum nokkrar teygjur á höndum og …

Svæðisfundur Reykjavíkur

þriðjud. 8. maí 2018   Kæru félagar, minnum á svæðisfundinn sem haldinn verður á morgun, þann 8. maí kl. 17:00-18:00 að  Sundaborg 5,  gengið inn austan megin við húsið (beint á móti Laugarásbíói við Kleppsveg).   Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundur settur með æðruleysisbæn Fundarmenn kynna sig Lesið upp úr ,,Einn dagur í einu í Al-Anon”, erfðavenjurnar og þjónustuhugtökin Hlutverk …

Alþjóðleg 12 spora ráðstefna

Júlí 2018 í Baltimore   Á þriggja ára fresti heldur Alþjóðaþjónustuskrifstofa Al-Anon 12 spora ráðstefnu sem er opin fyrir alla Al-Anon félaga.   Næsta ráðstefna verður haldinn 5.-8. júlí 2018 í Baltimore í Bandaríkjunum. Opnað hefur verið fyrir skráningu. Ódýrast er að skrá sig sem fyrst.   Skráningarsíða  

OPIN VINNUSMIÐJA: ,,Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur“

Sunnudag 11. mars kl. 10:00 – 13:00   Kæru félagar   Vinnusmiðja um nafnleyndina verður haldin sunnudaginn 11. mars 2018, kl. 10.00- 13.00. Vinnusmiðjan er liður í því að styrkja félaga til að setja málefni og markmið ofar einstaklingum og að styðja við einstaklingsbata hvort sem um nýliða eða lengra komna er að ræða.   Eftirfarandi er meðal umræðuefna: Hvað …