Sagan mín

Ég var 18 ára gömul þegar ég kynntist manni sem var og er alkóhólisti. Við það tók líf mitt stefnu sem mig hefði seint órað fyrir en það besta er að í dag er ég sátt við að hafa farið þessa leið.  Ég sá fljótlega að það var eitthvað bogið við neyslumunstur þessa manns. Hann drakk um helgar og ef …

Bati með þjónustu í Al-Anon

Tökum þátt: Þegar ég kom fyrst í Al-Anon fyrir nokkrum árum niðurbrotin á sálinni þá fann ég fljótt að ég gat treyst því fólki sem þar var. Það sýndi mér mikla vinsemd og hlýju.  Það var vel tekið á móti mér, mér fannst ég vera komin heim.  Síðan eru liðin nokkur ár. Nú þekki ég betur sjálfa mig, sjálfstraustið hefur …

Al-Anon– ekkert fyrir mig!

Þessu hef ég trúað í hartnær 15 ár.  Ég er sum sé “uppkomið barn alkóhólista” svo rétta hugtakið sé notað.  Merkilegt, allan þennan tíma hef ég ekki upplifað mig sem neitt sérstakan “bara” þótt pabbi hafi drukkið brennivín og vel af því.  Faðir minn er alkóhólisti, var virkur sem slíkur fyrstu 20 ár ævi minnar, en hefur verið nokkurn veginn …

Riddarinn á hvíta hestinum

Ég kynntist Al-Anon samtökum fyrst fyrir um 10 árum.  Þá stóð ég á tímamótum, ég var að skilja eftir 22 ára hjónaband.  Maðurinn minn var farinn frá mér. Eftir stóð ég með sjálfmyndina í rúst, enga vinnu og var að missa húsnæðið mitt.   Börnin mín þrjú voru 20 ára, 19 ára og 11 ára.  Ég var full af gremju og …

Aðalþjónustunefnd fundar

Aðalþjónustunefnd kemur saman til 72. fundar síns á skrifstofu Al-Anon í Hafnarhúsinu laugardaginn 19. maí næstkomandi.  Á dagskrá fundarins er undirbúningur fyrir hina árlegu ráðstefnu sem haldin verður í Neskirkju í lok september.  Auk þess verður fjallað um þjónustuhugtökin, en til stendur að endurbæta þýðingu þeirra úr ensku.   Í aðalþjónustunefnd eiga formenn allra fastanefnda Al-Anon samtakanna (almannatengslanefnd, ritnefnd, útgáfunefnd …

Væntingar mínar

Það var komið að mér. Ég hafði tekið að mér að vera með fund hjá Al-Anon þetta kvöld. Þegar ég vaknaði morguninn sem fundurinn átti að vera, vænti ég þess að geta vippað upp umræðuefni í hvelli og að snilldarhugmyndir myndu hellast yfir mig, til að deila með öðrum. Ég bjóst einnig við að geta klárað fimmtán aðra hluti þann …

Látum slóðina berast

Ritstjórapistill maí 2001: Hlekkurinn, útgáfa Al-Anon samtakanna á Íslandi, hóf göngu sína á Netinu í síðasta mánuði.  Stefnt er að því að birta nýtt efni í hverjum mánuði; reynslusögur, þýðingar úr lesefni og fréttir frá skrifstofu. Það gleður okkur að geta staðið við þá áætlun enda þótt við séum nýlögð af stað. Enn stendur yfir kynning á þessari útgáfu meðal …

Hvers vegna Al-Anon fyrir mig?

Næstkomandi septembermánuð hef ég verið í Al-Anon í tvö ár.  Ég man þennan kalda haustdag þegar að ég kom á minn fyrsta fund eins og hann hafi verið í gær en á sama tíma er eins og hann hafi verið fyrir 100 árum .  Ég man svo vel þá uppgjöf sem heltók huga minn þegar að ég ákvað að fara …

Það sem ég hef lært

Mér hefur lærst margt í Al Anon sem ég veit að ég hefði ekki lært án alls þess sem að baki er og fyrir það verð ég að eilífu þakklát . . .   ég hef lært að elska sjálfa mig ég hef lært að biðja til Guðs um hjálp ég hef lært að opna hjarta mitt ég hef lært …

Hlekkurinn á Netinu

Ritstjórapistill apríl 2001: Kæru Al-Anon félagar.   Ykkur birtist hér fyrsta netútgáfa Hlekksins, fréttablaðs Al-Anon samtakanna á Íslandi.  Hlekkurinn kom út á prenti í þó nokkur ár en útgáfa hans hefur legið niðri um alllangt skeið.  Vaxandi erfiðleikum var bundið að fá félaga til að taka virkan þátt í útgáfunni og þeirri vinnu sem fólst í að semja texta, þýða, …