Al-Anon á 70 sekúndum

– Helstu hugtökin Okkur langar til þess að deila með þér nokkrum meginhugtökum Al-Anon til þess að hjálpa þér til að skilja þá umræðu sem fram fer og gera fyrstu fundina þína innihaldsríkari.  Helsta grundvallarhugsunin er kannski sú að við eru vanmáttug  gagnvart alkóhólistanum en við höfum stjórn á okkur sjálfum. Þess vegna muntu heyra okkur tala um hvernig við getum …

Ég og æðri máttur

Þriðja sporið: Ég hef um tíma talið mér trú um að ég væri búin að taka þriðja sporið og  hefði fært Guði líf mitt og vilja til umönnunar. Vissulega var það rétt að  nokkru leyti en mér varð ljóst fyrir nokkru að ég hefði aðeins fært honum valda kafla af lífi mínu og vilja. Ég hélt ákveðnum þáttum eftir fyrir …

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa

Bréf frá móður: Kæru Al-Anon félagar. Ég sit ein með penna í hönd og veit ekki hvar skal byrja en þegar ég hugsa mig betur um held ég að best sé að byrja á byrjuninni. Það var seint um vetrarkvöld sem ég sá son minn drukkinn í fyrsta skipti. Mér brá mjög. Hann var illa drukkinn og kaldur. Hann hafði …

Þakklæti

Kæri Hlekkur!   Ég á eins og hálfs árs afmæli í samtökunum. Hreint ótrúlegt hvað ég hef breyst í auðmjúka, kærleiksríka konu. Kraftaverkin eru að gerast. Þakka þér Guð fyrir mig. Núna geri ég fullt af góðum  hlutum fyrir mig og er stolt af. Ég get leyft alkóhólistanum að lifa sínu eigin lífi. Ég var uppfull af ranghugmyndum og sjúkdómnum …

Að sleppa tökunum

Aftenging! Einblöðungurinn S-19 Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Flestum er um megn að búa við afleiðingar drykkju annarrar manneskju án þess að leita sér hjálpar.  Í Al-Anon lærum við að einstaklingar eru ekki ábyrgir fyrir sjúkdómi annarrar manneskju eða bata hennar.  Við látum af þráhyggju vegna hegðunar annarra og hefjum hamingjuríkara og viðráðanlegra líf, líf sem felur í sér reisn og réttindi; …

Ritstjórapistill maí 2001

Hlekkurinn, útgáfa Al-Anon samtakanna á Íslandi, hóf göngu sína á Netinu í síðasta mánuði.      Stefnt er að því að birta nýtt efni í hverjum mánuði; reynslusögur, þýðingar úr lesefni og fréttir frá skrifstofu. Það gleður okkur að geta staðið við þá áætlun enda þótt við séum nýlögð af stað. Enn stendur yfir kynning á þessari útgáfu meðal félaga …

Ferðalag uppgötvana

Sem fullorðið barn alkóhólista missti ég af mjög mikilvægum hluta lífs míns – barnæskunni. Ég fullorðnaðist á einni nóttu á  alkóhólísku heimili okkar. Í dag er ég að vinna aftur hluta af þessu tapi. Það getur verið sársaukafullt ferðalag að vaða í gegnum kvalafullar minningar.  Það getur einnig verið ævintýri að ferðast þar sem ég á hreinlega engar minningar. Þetta …

Yfirveguð gremja

Sérhvert okkar hefur væntingar. Þær eru kjarninn í daglegu lífi okkar. Þegar ég vakna á morgnana veit ég að sólin mun rísa í austri og setjast í vestri og að sumarið verður hlýrra en veturinn. Þetta eru hlutir sem ég býst við að gerist hvað svo sem ég geri eða geri ekki. Einhvern veginn breytast þessar væntingar þegar ég beini …

Að eiga trúnaðarmann

– Nemandinn er reiðubúinn Þegar ég kom inn á minn fyrsta Al-Anon-fund var ég hrædd, sorgmædd og einmana. Líf mitt var í ringulreið. Allt mitt líf var í algjörri óreiðu – hugsanir mínar, börnin mín, heimilið mitt. Ég hafði svo lengi lifað í sjálfsvorkunn, reiði og hirðuleysi að ég vissi ekki hvernig ég átti að koma mér út úr því. …

Það sem við eigum sameiginlegt

Oft á tíðum hefur mér opnast sýn á handleiðslu æðri máttar á óvæntan hátt og þannig lærst að hafa hugann opinn fyrir henni. Ég á marga bræður en aðeins eina systur.  Því miður höfum við systir mín ekki verið í nánu sambandi í gegnum tíðina.  Persónuleikar okkar virðast mjög andstæðir, en eitt eigum við þó sameiginlegt: Við giftumst báðar alkóhólistum. Ég …