Vorfundur Suðvestursvæðis 8. júní

Suðurgötu, Akranesi
 
Boðað er til vorfundar Suðvestursvæðis þann 8. júní 2013 að Suðurgötu 108, Akranesi klukkan 13.00.
 
Fundarefni:

  • Fundur settur með Æðruleysisbæninni
  • Fundarritari kosinn
  • Fundarmenn kynna sig og sína deild
  • Erfðavenjur og þjónustuhugtök lesin
  • Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin
  • Landsþjónustufulltrúar kosnir.
  • Rætt hvort eigi að senda inn tillögur fyrir næstu Landsþjónusturáðstefnu, sem haldin verður 26. – 27. október. Tillögum þarf að skila inn fyrir 1. júlí.
  • Fundarstaður, fundartími og dagskrá næsta fundar ákveðin.
  • Fundi slitið með Æðruleysisbæninni.

 
Við erum með deildarfund klukkan 11.00 þennan sama dag og allir eru velkomnir á hann.