Til stóð til að halda Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon og opna vinnusmiðju um þjónustuhandbókina í mars sl. en þessu var frestað til hausts með þá von að Covid -19 veiran yrði gengin yfir. Eins og þið vitið er það því miður ekki svo og verður ráðstefnan því haldin með öðru sniði en venjulega þann 12. september nk. Á hana mæta aðeins kjörnir fulltrúar nefnda og svæða.
Vegna þessara sérstöku aðstæðna hefur verið ákveðið að fella niður vinnusmiðjuna sem vani er að halda daginn eftir Landsþjónusturáðstefnu samtakanna.
Með Al-Anon kveðju,
Ráðstefnunefnd
Ráðstefnunefnd