Vinnusmiðja 13. september 2014

Héðinsgötu 1-3
 
Eins og fram hefur komið hefur skrifstofunni nú verið lokað vegna fjárskorts, þar til lausn hefur fundist á rekstrarvanda samtakanna. Framlög frá deildum duga ekki lengur til að halda úti skrifstofu. Því er mikilvægt að ráðast að rót vandans og greina í hverju hann er fólginn.
 
Ákveðið hefur verið að halda vinnusmiðju þann 13. september frá kl. 13:30 til 17:00 þar sem félagar fá einstakt tækifæri til að koma saman og vinna að sameiginlegum hagsmunum samtakanna. Vinnusmiðjan verður haldin að Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík.
 
Gleymum ekki fyrstu erfðavenjunni sem segir: „Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna“.
 
Framkvæmdanefnd hefur lagt fram dæmi um nokkrar spurningar sem vert væri að fjalla um á vinnusmiðju sem þessari:
• Er Al-Anon á Íslandi að deyja út vegna fjárskorts?
• Ef svo er hver er þá orsökin?
• Getum við komist af án skrifstofu?
• Er húsaleiga að sliga deildir?
• Eru framlög félaga að dragast saman?
• Er fastur kostnaður hærri nú en áður?
 
Þið megið gjarnan senda fleiri spurningar sem ykkur langar að fjallað verði um á vinnusmiðjunni á al-anon@al-anon.is.
 
Nú biðlum við til ykkar allra, ekki bara þeirra sem hafa verið lengi í samtökunum eða þeirra sem hafa verið virkir í þjónustu deilda eða landsþjónustu. Nú þurfum við öll að standa saman. Mætum og sýnum hvers við erum megnug þegar allir leggjast á eitt með slagorðið „megi það byrja hjá mér“ að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um dagskrá verður birt fljótlega hér á vefnum.
 
Við hvetjum ykkur til þátttöku. Það er ekkert þátttökugjald, en potturinn verður á sínum stað.
 
Með kveðju frá framkvæmdanefnd
Al-Anon á Íslandi