Vegna Covid-19

Upplýsingar
 
Aðstæður í samfélaginu breytast ört þar sem áhrif Covid – 19 eru gríðarlega mikil.  Til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða með það að markmiði að heilbrigðiskerfið ráði við álagið sem getur myndast vegna sjúkdómsins. Eftirfarandi atriði ber að hafa sérstaklega í huga vegna Al-Anon funda.
 
Frá 16. mars – 13. apríl gildir samkomubann sem felur m.a. í sér:

  • Óheimilt er að halda hvers konar samkomur/skipulagða viðburði þar sem koma saman fleiri en 100 manns.
  • Á fámennari samkomum, vinnustöðum og í annarri starfsemi þar sem færri en 100 eru samankomnir skal hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga.
 
Að auki er lögð mikil áhersla á:

  • Að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott
  • Að forðast snertingu; handabönd, knús og kossa
  • Að gæta þess að hósta og hnerra í krepptan olnboga
  • Að forðast samneyti við aðra ef fólk er með flensueinkenni

Bent hefur verið á að þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldra fólk eigi sérstaklega að gæta að sér þar sem það hefur sýnt sig að þeir eru berskjaldaðir fyrir veirunni. Af þeim sökum getur sú staða komið upp að félagar í þjónustu vilji draga sig tímabundið í hlé. Eins geta myndast skörð í þjónustu vegna fjarveru þeirra sem eru í sótthví og einangrun. Ef deildir verða óstarfhæfar vegna þessa þarf samviskufundur að fjallla um málið og finna úrlausnir.
 
Allar nánari upplýsingar um veiruna, viðbrögð yfirvalda og fleira er að finna á www.covid.is
 
Einnig er hægt að nálgast gögn hér á heimasíðu samtakanna til að nýta á fundum ef aðstæður í deild eru þannig að fundargögn eru ekki tiltæk vegna forfalla.