Þjónusta í Al-Anon – leið til bata.

Al-Anon leiðin er grundvölluð af þremur stoðum, reynslusporunum, erfðavenjunum og þjónustuhugtökunum. Það eru þessar þrjár stoðir sem tákna þríhyrninginn í merki samtakanna.
 
Reynslusporin og erfðavenjurnar eru ætíð á vörum okkar á fundum í deildunum en þjónustuhugtökin fá oft á tíðum minni athygli. Það er hins vegar staðreynd að þjónusta í nefndum Al-Anon getur veitt okkur aukinn bata,  bata sem við öðlumst síður á fundunum okkar og í trúnaðarsambandinu.
 
Það vantar alltaf mannskap til starfa í nefndum Al-Anon og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi þeirra að hafa samband við skrifstofu.
 
Með kærri kveðju frá aðalþjónustunefnd Al-Anon.