17. nóvember í Sundaborg 5
Ágætu deilda- og varadeildafulltrúar,
Vinsamlega lesið upp á næstu fundum því mikilvægt er að sem flestir félagar sjái sér fært að koma á svæðisfundinn.
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðisins verður haldinn þann 17. nóvember 2015 kl. 17:30 til 19:00 í Sundaborg 5, 104 Reykjavík (gengið inn í austurenda hússins). Húsið opnar kl. 17:00 og verða veitingar á boðstólnum frá 17:00-17:30.
Allir félagar á Reykjavíkursvæðinu eru velkomnir á svæðisfundinn, en aðeins deildafulltrúar og varadeildafulltrúar hafa atkvæðisrétt (hver deild hefur eitt atkvæði). Kostnaður hvers þátttakanda er 1.200 kr.
Á svæðisfundinum hafa deildir tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir og tillögur (frá samviskufundum) sem verða ræddar og fundurinn ákveður hvort verða sendar áfram til Landsþjónusturáðstefnu 2016.
Á fundinum verður kosinn varasvæðisfulltrúi og landsþjónustufulltrúar fyrir Landsþjónusturáðstefnu 2016.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Fundur settur með æðruleysisbæninni.
- Fundarritari kosinn.
- Fundarmenn kynna sig.
- Lesnar 12 erfðavenjur
- Lesin 12 þjónustuhugtök.
- Hlutverk svæðisfunda.
- Fundargerð síðasta fundar lesin.
- Sagt frá Landsþjónusturáðstefnu 2015, og vinnusmiðju.
- Reykjavíkursvæðið- Sameiginleg viska deilda á svæðinu.
- Virkni og þátttaka í þjónustugeiranum.
- Lesið um hlutverk svæðisfulltrúa og landsþjónustufulltrúa.
- Kosning varasvæðisfulltrúa og landsþjónustufulltrúa.
- Umræður um tillögur deilda fyrir svæðið.
- Aðskilnaður, lesið úr “Einn dagur í einu, 29. maí”.
- Tímasetning næsta fundar ákveðin.
- Önnur mál.
- Fundi slitið með æðruleysisbæninni.
Allir hjálpast að við frágang.
Með Al-Anon kveðju,
Svæðisfulltrúi
Svæðisfulltrúi