Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 5. maí 2013

Safnaðarheimili Aðventista v/Hallveigarstíg
 
Sunnudaginn 5. maí 2013 kl: 13.15 – 16.15 verður svæðisfundur Reykjavíkursvæðis haldinn í safnaðarheimili Aðventista við Hallveigarstíg. Safnaðarheimilið er við Ingólfsstræti 19 í miðbæ Reykjavíkur.
 
Dagskrá:
13:15 – 13:45
Fundur settur með æðruleysisbæninni
Dagurinn í dag lesinn í Einn dagur í einu
Þjónustuhugtökin tólf lesin
Fundargestir kynna sig og deild/þjónustu sína
Kosning fundarstjóra og ritara
 
13:45 – 14:45
Skýrsla síðasta svæðisfundar lesin og borin undir atkvæði til samþykkis
Niðurstöður landsþjónusturáðstefnu 2012 kynntar
 
14:45 – 15:00
Kaffihlé
 
15:00 – 15:15
Stutt kynning á embætti varasvæðisfulltrúa
Frambjóðendur til varasvæðisfulltrúa kynna sig
Kosning varasvæðisfulltrúa
 
15:15 – 16:15
Stutt kynning á embætti landsþjónustufulltrúa
Önnur mál
 
16:15
Fundi slitið með æðruleysisbæninni
 
 
Kostnaður þátttakenda er 1250 kr. Almennir félagar eru velkomnir á fundinn (sama gjald), en aðeins deildafulltrúar, varadeildafulltrúar og þjónar svæðisins hafa tjáningar- og atkvæðisrétt.

Allir deildafulltrúar eru gjaldgengir í embætti varasvæðisfulltrúa, en starf hans er að aðstoða svæðisfulltrúa og leysa hann að lokum af. Svæðisfulltrúi þjónar sem tengiliður deilda svæðisins við landsþjónustu og fastanefndir, og sér um framkvæmd svæðisfunda.