Vissir þú af þessum bæklingum?
Kynning á lesefni frá framkvæmdanefnd
| ||||
Við aðstandendur erum oftar en ekki mjög upptekin að alkóhólistunum hvort þeir fari í meðferð, sæki AA fundi, fái sér trúnaðarmann, taki sporin o.s.fv. En við gleymum að líta í eigin barm, hvað gerum við þegar við komum í Al-Anon og fáum það einstaka tækifæri að vinna eftir Al-Anon leiðinni. Erum við að mæta á fundi í hverri viku, lesa, vinna og notfæra okkur; slagorðin, lesefnið, sporin, erfðavenjurnar, þjónustuhugtökin, taka að okkur þjónustu í deildinni eða fyrir samtökin o.s.fv.? Eða tökum við bara búta hér og þar en sinnum ekki til fullnustu öllum þáttunum?
Að vinna sporin er eitt og að tileinka sér þau er annað. Reynslan hefur sýnt að flestir félagar hafa byrjað á að vinna fyrstu þrjú sporin, helmingur þeirra sem hafa lokið við þau, heltast úr lestinni við fjórða til sjötta spor, einn þriðji heldur áfram við sjöunda til níunda spor og aðeins örfáir sem ljúka við tíunda og tólfta spor. Hver er ástæðan?
Í lesefni Al-Anon samtakanna er að finna margvíslegt efni um reynslusporin tólf og til að forðast misskilning þá nota Al-Anon félagar ekki lesefni AA samtakanna í sinni sporavinnu þó svo að Al-Anon samtökin hafi fengið sporin að láni frá AA samtökunum.
Í Leiðsögn til bata fæst einstakt tækifæri til að vinna ítarlega í 4. sporinu. Fáanleg á skrifstofunni og í deildum.
Hér er reynslusaga m.a. um heftið.
|