21. mars í Brautarholti, Reykjavík
Kæru félagar
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon 2020 verður haldin laugardaginn 21. mars n.k. kl. 9:30 – 16:00 og vinnusmiðja verður í framhaldi ráðstefnunnar sunnudaginn 22. mars kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29 Reykjavík.
Yfirskrift ráðstefnunnar og vinnusmiðjunnar í ár er:
„Þjónustuhandbókin – hvernig starfar Al-Anon, hvert er hlutverk mitt?“
Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja Al-Anon starfið í landinu. Hún er aðalfundur nefnda Al-Anon þar sem þær greina frá starfinu í landsþjónustu samtakanna á undanförnu ári. Einnig eiga öll svæði þar kjörna fulltrúa sem greina frá starfi svæðanna og hafa atkvæðisrétt.
Ráðstefnan er stefnumótandi fyrir samtökin og hefur að leiðarljósi tólf erfðavenjur og tólf þjónustuhugtök Al-Anon.
Ráðstefnan er ekki opin en vinnusmiðjan daginn eftir, sunnudaginn 22. mars kl. 10:00 – 13:00 er opinn öllum félögum án endurgjalds. Vinnusmiðjan verður auglýst nánar síðar.
Með Al-Anon kveðju,
Ráðstefnunefnd