Fundur 31. mars vegna Alateen starfs

Vantar fólk í Alateen nefnd
 
Fundur vegna Alateen verður haldinn mánudaginn 31. mars kl. 20.00 í Sundaborg 5. Allir eru velkomnir á fundinn.
 
Við lýsum því eftir áhugasömum einstaklingum til starfa í Alateen nefnd og einum aðila til að taka að sér formennsku í nefndinni.
 
Reynst hefur erfitt að fá fólk til starfa í Alateen nefndinni sem er ábyrg fyrir Alateen fundunum á miðvikudagskvöldum. Á fundinum á mánudaginn verður gerð úrslitatilraun til að skipa nefnd sem skipuleggur og heldur utan Alateen starfið á Íslandi.
 
Ef ekki fæst formaður í nefndina mun Aðalþjónustunefnd taka afstöðu til þess á fundi sínum þann 10 maí nk. hvort Alateen starfið getið verið í boði áfram eða hvort leggja þurfi Alateen deildina niður vegna skorts á sjálfboðaliðum til að sinna verkefninu.
 
Við hvetjum áhugasama til að mæta og leggja þessu góða starfi lið.
 
Kveðja frá Aðalþjónustunefnd