Fundir um hátíðarnar

Kæru félagar
Nú þegar örfáir dagar eru til jóla fara deildir að huga að fundartíma um jól og áramót. Þær deildir sem hafa fundartíma á aðfanga- jóla-, gámlárs- og nýjársdag hafa oft fært sína fundi og nú ætlar Miðvikudagsdeildin á Akureyri að færa sína fundi til kl. 14 á aðfanga- og gamlársdag.
Aðrir sem hafa hugsað sér að breyta fundartíma eru beðnir að koma því á framfæri við skrifstofuna, al-anon@al-anon.is og/eða Hlekkinn á  hlekkurinn@al-anon.is, tímanlega svo við getum látið vita af því hér.
Með aðventu Al-Anon kveðju
Ritstjóri.