“Sameiginleg velferð okkar “ – Tilkynning frá alþjóðaþjónustunni
Kvikmynd um lífshlaup Lois W. “Þegar ástin er ekki nóg” verður sýnd á bandarísku CBS sjónvarpsstöðinni aðfararnótt mánudagsins 26. apríl kl. 01:00 að okkar tíma (í Bandaríkjunum sunnudaginn 25. apríl kl. 9pm ET)
Myndin fjallar um þau erfiðu ár þegar Lois barðist við áhrifin af alkóhólisma eiginmanns sins og sem síðar varð til þess að hún aðlagaði 12 spor AA samtakanna að sínu eigin lífi.
Á bls. 99 í 2006/2009 Al-Anon/Alateen Service Manual segir : “Hvenær sem opinber kynning á Al-Anon/Alateen gæti vakið áhuga deilda þá skal alþjóðaþjónustuskrifstofan ( WSO ) senda út tilkynningu ef mögulegt er.” Þessi siður var tekinn upp á fyrstu árum Al-Anon þegar Lois sjálf var virk í starfi alþjóðaþjónustuskrifstofunnar. Árið 1957 létu Al-Anon höfuðstöðvarnar félaga vita af útsendingu á þætti Lorettu Young sem þá fjallaði um áhrif alkóhólisma.
Þar sem þessi ævisaga Lois W. kann að vekja áhuga fjölmargra Al-Anon félaga vinsamlegast hafið í huga að WSO hefur engin tengsl við CBS sjónvarpsstöðina og hvatti ekki á neinn á til gerðar þessarar myndar, sem er ekki ráðstefnusamþykkt efni, og er því ekki viðeigandi sem efni til umræðu á Al-Anon fundum.
Þrátt fyrir þetta vonumst við til að útsendingin muni vekja almenna athygli á Al-Anon fjölskyldudeildunum og hversu mikilvægur batinn er fyrir fjölskylduna. Við vonum líka að hún muni hvetja félaga til að taka þátt í staðbundinni kynningu svo áhugasamir áhorfendur fái vitneskju um hvar nálægan fund er að finna. Framleiðendur myndarinnar leituðu eftir samvinnu við WSO til að tryggja að rétt væri farið með staðreyndir, þar með talið rétt orðalag 12 reynsluspora Al-Anon.
Lauslega þýtt úr The Forum – apríl 2010