Auglýsum eftir sjálfboðaliðum

Félaga vantar í nefndir
 
Auglýst er eftir sjálfboðaliðum til starfa í nefndum Al-Anon á Íslandi. Félaga vantar í framkvæmdanefnd, ráðstefnunefnd, almannatengslanefnd og einnig vantar félaga í yfirlestur á þýðingu á „Paths to recovery“. Nánari lýsing á hlutverki einstakra nefnda má sjá hér (undir Al-Anon starfið > Landsþjónusta).
 
Þetta er tilvalið 12 spors starf í anda 12 reynsluspora og 12 erfðavenja. Til að jafna kynjamun í landsþjónustu Al-Anon væri nú gaman að sjá bæði karla og konur gefa kost á sér. Þess skal þó getið að samkvæmt reglum Al-Anon er því miður ekki heimilt að Al-Anon félagar sem einnig eru félagar í AA taki þátt í 12. spors starfi utan sinna deilda. Nánari upplýsingar um AA félaga í Al-Anon er að finna í Service Manual undir „Dual membership in Al-Anon and AA“. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á al-anon@al-anon.is sem allra fyrst.
 
Kveðja frá aðalþjónstunefnd