Alþjóðlegur gleymskudagur 4. mars

 
Kæru deildir og félagar!
 
AL-ANON samtökin voru formlega stofnuð í maí 1951 í New York af Lois sem var  eiginkona Bill annars stofnanda AA-samtakanna og Anne B. og vill almannatengslanefnd Al-Anon vekja athygli á afmælisdegi Lois sem er 4. mars n.k. Að því tilefni verður haldinn alþjóðlegur „gleymskudagur.“
 
Gleymskudagur er amerísk fyrirmynd þar sem Al-Anon félagar „gleyma” samþykktum bæklingum og lesefni á helstu opinberu stöðum í hverfi deildarinnar, s.s. eigin vinnustað, sundlaugum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, strætó, inn í bókum sem verið er að skila á bókasafnið o.fl.
 
Félagar gætu keypt bæklinga eða lesefni og „gleymt“ hér og þar eða nýtt eldra efni í það.  Mælst er til þess að deildir hafi bæklinga til reiðu fyrir félaga.
 
Eftirfarandi bæklingar henta vel til gleymsku:
 

  • Að aftengjast – að sleppa tökunum
  • Ólst þú upp við drykkjuvandamál?
  • Hefur þú áhyggjur af drykkju einhvers?
  • Tilgangur & tillögur
  • Staðreyndir um Alateen
  • Elskarðu alkóhólista?
  • Sjónarhorn Al-Anon
  • Dagurinn í dag
  • Þetta er Al-Anon

 
Al-Anon skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13, Grandagarði 14, 3. hæð.  Þar er hægt að nálgast lesefni og frekari upplýsingar. 

Hægt er að senda pantanir á skrifstofuna í tölvupósti al-anon@al-anon.is og fá sent í póstkröfu.
 
Kær kveðja frá félögunum í almannatengslanefnd