Alateendeild í vanda

 Kæru félagar í Al-Anon
Eftirfarandi tilkynning barst Hlekknum frá Al-Anondeildinni Sprotanum en sú deild fundar á sama stað og Alateendeildin og hafa félagar í deildinni reynt af fremsta megni að hlaupa undir bagga með Alateendeildinni svo hægt sé að halda fundi.  
 
,,Sú alvarlega staða er komin upp að Alateen deildin er vart starfhæf. Alateen fastanefndin hefur ekki starfað í nokkra mánuði og fundir hafa fallið niður vegna skorts á Alateen sponsorum. Það hefur verið ólýsanlega sárt fyrir okkur félaga í Sprotanum  að þurfa að vísa unglingum frá sem þó hafa haft sig í að koma á fundi í von um að fá stuðning og aðstoð. Ein 11 ára hnáta sem var að koma á sinn fyrsta fund brást í grát þegar henni var sagt að því miður þyrfti hún frá að hverfa vegna aðstæðna.“
Við í Sprotanum höfum reynt að hlaupa í skarðið eftir fremsta megni en deildin okkar er fámenn og ekki í okkar valdi að halda uppi Alateen. Við erum þó nokkrir félagar sem megum ekki til þess hugsa að Alateen leggist af og ætlum því að reyna að blása til sóknar. “
Við við þetta er að bæta að nokkrir félagar hittust laugardaginn 29. nóv. og skipuögðu áframhaldandi starf til að halda Alateenstarfinu áfram. Alateennefndin hefur því fengið formann aftur eftir langt hlé og nokkrir félagar hafa bæst við nefndina.
En betur má ef duga skal, enn vantar fólk til þess að gerast Alateen sponsorar og/eða kynna Alateen úti í samfélaginu og eru allir sem vilja leggja þessu málefni lið hvattir til að hafa samband við skrifstofu Al-Anon í síma 551 9282 eða með því að senda tölvupóst á al-anon@al-anon.is