Afmælisfundur Al-Anon 16. nóvember

Kæru félagar í Al-Anon.
Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2008. 
 
 
 Fundurinn verður haldinn í Grafarvogskirkju, kl. 20:30 og er öllum opinn!  Hér er tækifæri fyrir alla að kynna sér Al-Anon!!! Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
 
AL-ANON samtökin voru stofnuð á Íslandi þann 18. nóvember árið 1972 og er félagsskapur ættingja og vina alkohólista.  AL-ANON samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkohólista.
 
Á fundinum munu þrír félagar úr Al-Anon, einn Alateen og einn AA félagi  deila reynslu sinni, styrk og von.
 
 
Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Við viljum biðja félaga um að taka þátt í að koma með veitingar fyrir fundinn. Áhugasamir hafið samband við Árdísi í síma: 898-7180 (ardis@video24.is) eða Erlu í síma: 898-5108 (erlahuld@gmail.com).
 
 
 
Allir eru hjartanlega velkomnir,
kær kveðja Almannatengslanefnd.