Þjónusta – hvað er það?
Landsþjónusturáðstefnan í ár verður haldin í Safnaðarheimili Grensáskirkju dagana 23. – 24. október.
Ráðstefnugjaldið er 5.500 kr. og er athygli vakin á að deildir sem senda deildarfulltrúa sína sem áheyrnarfulltrúa á Landsþjónusturáðstefnuna greiða ráðstefnugjald þeirra.
Allir Al-Anon félagar eru velkomnir en þeir sem koma á ráðstefnuna greiða ráðstefnugjaldið við innganginn.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Al-Anon skrifstofunnar sími: 551 9282 eða með tölvupósti á netfangið al-anon@al-anon.is fyrir 30. september.
Dagskrá 21. Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon á Íslandi 2010
Safnaðarheimili Grensáskirkju 23 -24 okt. 2010
Þjónusta – Hvað er það?
Laugardagur:
9.30 Skráning landsþjónustufulltrúa
10.00 Ráðstefnan sett með Æðruleysisbæninni
Tólf þjónustuhugtök Al-Anon lesin
Ábyrðaryfirlýsingarnar lesnar
Fundarstjóri og fundarritari tilnefndir – Kynning á atkvæðagreiðslu
10.20 Fulltrúar kynna sig
10.30 Skýrsla 20. Landsþjónusturáðstefnu lögð fram til samþykktar
10.40 Dagskrá ráðstefnunnar kynnt, Erfðavenjur Al-Anon lesnar, Hlutverk Landsþjónusturáðstefnu, Hlutverk landsþjónustufulltrúa, Hugleiðing um yfirskrift ráðstefnunnar
11.00 Hlé
11.15 Skýrslur nefnda – Aðalþjónustunefnd, Alateennefnd, Almannatengslanefnd, Ráðstefnunefnd
12.30 Hádegisverðarhlé
13.15 Skýrslur frh.. Skrifstofunefnd, Útgáfunefnd, Skýrsla starfsmanns skrifstofu
13.45 Fyrirspurnir/svör
14.00 Skýrsla alþjóðafulltrúa
15.15 Kaffihlé
15.30 Hvernig vinnum við trúnaðarsambandið í Al-Anon.
17.00 Æðruleysisbænin/verkalok fyrri dags
—————–
Sunnudagur – Húsið opnar 9.15
9.30 Reikningar lagðir fram, Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram, Fyrirspurnir
10.00 Kaffihlé
10.10 Skýrslur svæðisfulltrúa frá öllum svæðum
10.30 Tilnefning alþjóðafulltrúa og formanna fastanefnda, þeir kynna sig
Kjör alþjóðafulltrúa
Kjör formanna fastanefnda
Kjör skoðunarmanna reikninga
11.00 Landsþjónustufulltrúi skýrir frá reynslu sinni af að starfa í Aðalþjónustunefnd
Tilnefning landsþjónustufulltrúa til setu í Aðalþjónustunefnd
Kjör landsþjónustufulltrúa í Aðalþjónustunefnd
11.20 Kynning á tillögum sem liggja fyrir ráðstefnunni til samþykktar
12.20 Hádegisverðarhlé
13.15 Al-Anon fundur
14.25 Tillögur lagðar fram, Umræður, kosning samþykktir
15.30 Kaffihlé
15.45 Framhald umræðu og kosning um tillögur
16.30 Önnur mál
17.00 Ráðstefnu slitið með Æðruleysisbæninni
Með kærleikskveðju,
Al-Anon Ráðstefnunefnd