-Hjálp með aðstoð slagorðanna

Þegar ég kom fyrst inn í Al-anon var ég stöðugt með áhyggjur og kvíða yfir öllum mögulegum ástæðum. Hugasnirnar voru bæði ruglingslegar og tóku oft frá mér mikinn tíma, ,,Hvað ef þetta gerist…” og ,,Ef þessi segir þetta þá…” voru algengar hugsanir.

Þegar ég var búin að vera í Al-Anon í smá tíma fóru slagorðin að óma í huga mér.  Slagorð eins og td.
Hafðu það einfalt notaði ég það þegar ég var komin í stjórnleysi og fullkomnunar áráttu. Og þegar ég miklaði fyrir mér hluti eða ímyndaði mér aðstæður.
Einn dag í einu reyndist mér vel þegar ég var farin að plana heilu mánuðina fyrirfram, en gat ekki lifað í núinu þá þurfti ég jafnvel bara bara hálftíma í einu, eða tíu mínútur í einu. Allt eftir hversu ringluð og örvæntingafull ég var.
Lifðu og leyfðu öðrum að lifa er ómetanlegt þegar mér finnst ég þurfa að blanda mér í allra manna mál.  Bæði að leysa vandamál þeirra og taka af þeim ábyrgð.
Slagorðin hjálpuðu mér bæði í gegnum erfiðan tíma fyrst, og hjálpa mér enn til að lifa lífinu og stunda prógramið vel.
Góðir hlutir gerast hægt því að ég lærði snemma að hlutirnir ættu að gerast strax, annars gerðist eitthvað hræðilegt. Þe tta er enn erfitt slagorð fyrir mig, en verður stöðug betra. Ég þurfti að læra að Sleppa tökunum og treysta æðri mætti. Bæði á manninum mínum sem var virkur alkóhólisti sem vinum hans, ættingjum hans, fjölskyldunni minni, og í rauninni á öllu fólki og aðstæðum.
Ég lærði að hugsa um sjálfa mig og þá var best að Byrja á byrjuninni, hver er ég og hverjar eru langanir mínar. Hver eru mín mörk og markmið.
Nú hef ég verið í Al-Anon í tæp 2 ár og enn hljóma slagorðin í huga mér.
Hlustaðu og lærðu að leggja mínar skoðanir til hliðar hlusta á aðra og læra af þeim er eitt það dýrmætasta sem ég  hef lært.
 

Með Al-Anon kveðju,  Draco.