Aðalþjónustunefnd kemur saman til 72. fundar síns á skrifstofu Al-Anon í Hafnarhúsinu laugardaginn 19. maí næstkomandi.
Á dagskrá fundarins er undirbúningur fyrir hina árlegu ráðstefnu sem haldin verður í Neskirkju í lok september. Auk þess verður fjallað um þjónustuhugtökin, en til stendur að endurbæta þýðingu þeirra úr ensku.
Í aðalþjónustunefnd eiga formenn allra fastanefnda Al-Anon samtakanna (almannatengslanefnd, ritnefnd, útgáfunefnd og framkvæmdanefnd), alþjóðafulltrúi/formaður, tveir landsþjónustufulltrúar (kosnir á ráðstefnunni) og starfsmaður skrifstofu.
Aðalþjónustunefnd fundar fimm sinnum á ári að jafnaði.
Umdæmisfundir í maí
Í skipuriti Al-Anon samtakanna er landinu skipt í sex umdæmi. Umdæmisfundir skulu haldnir að lágmarki árlega, bæði til undirbúnings árlegri ráðstefnu, og til að styrkja Al-Anon starfið um land allt. Allir félagar Al-Anon eru velkomnir á fundina en sérstaklega er vænst þátttöku deildarfulltrúa og svæðisfulltrúa í hverri deild í viðkomandi umdæmi. Í maímánuði verða haldnir tveir umdæmisfundir.
Í umdæmi 1, sem er vesturhluti Reykjavíkur. Hann verður haldinn í kirkju Óháða safnaðarins 26. maí klukkan 10 árdegis.
Í umdæmi 6, sem skiptist í svæði 1 (austurhluti Reykjavíkur) og svæði 2 (Suðurland).
Hann verður haldinn í seinni hluta maí en upplýsingar vantar um stað og tíma.
Á umdæmisfundum á að kjósa þrjá fulltrúa til að sitja árlega landsþjónusturáðstefnu Al-Anon, sem í haust verður haldin í Neskirkju.
Svæðisfundir eru skipulagðir af deildar-og svæðisfulltrúum viðkomandi deilda og eru meðal annars ætlaðir sem hugmyndasmiðja (,,workshop“) sem nýtist öllum félögum til að deila nýjum hugmyndum tengdum Al-Anon leiðinni og leysa úr hugsanlegum ágreiningsefnum innan svæðisins. Slíkt starf hefur því miður ekki verið jafnöflugt og ákjósanlegt væri en það er von okkar allra að með tilkomu netsins getum við bætt þar um betur.