Mig grunar að ein ástæðan fyrir því að ég held í vonbrigði er sú að ég get ekki leyft mér að vera minna en fullkomin.
Ég vil ekki að annað fólk sé ófullkomið heldur. Ég festist í væntingum mínum. Sem fullkomnunarsinni og þakklátur Al-Anon meðlimur hef ég lært eitt atriði eða tvö um fyrirgefninguna.
Að fyrirgefa öðrum og sjálfri mér losar um sektarkenndina og þá neikvæðu orku sem ég notaði áður til þess að brjóta mig niður. Að fyrirgefa öðrum hjálpar mér að slaka á. Það sem meira er að fyrirgefningin gerir mig að hamingjusamari persónu sem er ekki að einblína á fortíðina. Ég legg aldrei á ráðin um mistök mín og vanalega geri ég ráð fyrir því hlutirnir rætist eins og ég á von á því. Al-Anon hefur kennt mér að þegar hlutirnir fara ekki eftir mínu höfði að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Í öðru lagi reyni ég að sjá minn hlut í málinu. Þegar ég get
sett í orð það sem ég hef lært af mistökum mínum finnst mér mun auðveldara að halda áfram.
sett í orð það sem ég hef lært af mistökum mínum finnst mér mun auðveldara að halda áfram.
Það er ekki langt síðan varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég hafði lagt tíma, peninga og kraft minn í að aðstoða dóttur mína sem er fíkill. Ég þjáðist vegna þessarra mistaka í langan tíma. Að lokum spurði einn heimadeildarmeðlimur mig hvort það væri ekki tími til kominn að hætta að lifa í eftirsjá og halda áfram. Ég upplifði að það væri ekki eins erfitt og ég hafði gert
mér í hugarlund, að setja eftirsjána í fortíðina. Stærsti lærdómurinn sem mér auðnaðist var tækifærið að sætta mig við dóttur mína eins og hún er, ekki eins og ég vil að hún sé. Fyrir mér þýðir fyrsta sporið að sleppa tökunum á fortíðinni og bjóða framtíðina velkomna.
mér í hugarlund, að setja eftirsjána í fortíðina. Stærsti lærdómurinn sem mér auðnaðist var tækifærið að sætta mig við dóttur mína eins og hún er, ekki eins og ég vil að hún sé. Fyrir mér þýðir fyrsta sporið að sleppa tökunum á fortíðinni og bjóða framtíðina velkomna.