Væntingar mínar

Það var komið að mér. Ég hafði tekið að mér að vera með fund hjá Al-Anon þetta kvöld. Þegar ég vaknaði morguninn sem fundurinn átti að vera, vænti ég þess að geta vippað upp umræðuefni í hvelli og að snilldarhugmyndir myndu hellast yfir mig, til að deila með öðrum. Ég bjóst einnig við að geta klárað fimmtán aðra hluti þann dag.  Væntingar mínar hafa verið svona síðan í fornöld.
Þegar ég gifti mig vænti ég þess að eiginmaður minn mundi stórlega minnka drykkjuna og nota hugmyndir mínar sem leiðarljós. Ég vænti þess að deila fjölskylduábyrgðinni með manninum mínum.   Seinna ætlaðist ég til að krakkarnir útskrifuðust úr menntaskóla og að maðurinn minn færi að stunda AA þar sem hann var með vandamálið. Sumar væntingar gefa góðan árangur en að mestu leyti voru mínar langt frá þeim árangri sem ég vildi ná.
 
Ég vænti þess ekki að þurfa á Al-Anon að halda, þar sem ég var fullkomin. Í Al-Anon átti ég von á að vera sagt hvernig ég gæti læknað alkóhólistann, vera kynntar strangar reglur sem fengju alla til að lifa eftir mínum væntingum. Í staðinn hefur Al-Anon hjálpað mér að læra að það er ég, Marianne, sem er eini höfundurinn að þessum væntingum. Ég kem óskinni inn í stóru myndina í lífi mínu. Þetta er mín gjörð, þannig að ef að mér líkar ekki útkoman þá verð ég ein að taka afleiðingunum. Ég er að læra að höndla þetta með væntingarnar ásamt fleiru. Al-Anon ætlast til framfara, ekki fullkomnunar.
 
Loksins áttaði ég mig á því að það sem ég átti að hafa í huga var að orð mín hefðu meiningu fyrir einhvern. Ef ég léti líf mitt og vilja í hendur míns æðri máttar mundi hann sjá að það gerðu þau.
 
Ég hef lært það í Al-Anon að ég hef engan rétt til að ætlast einhvers af öðrum, né heldur að gera óraunhæfar eða óásættanlegar kröfur á mig sjálfa. Ég verð að leyfa þessum tilfinnningum, ergelsi, vonbrigðum, gleði og spennu, að koma upp á yfirborðið en fela þær ekki á bak við vegg. Prógrammið hefur kennt mér að stjórna viðbrögðum mínum við tilfinningum.  Því að ég er að nota slagorðin, æðruleysisbænina og sporin, og ég les Al-Anon lesefnið. Þá á ég rólegra og kyrrlátara líf. Ég veit að þessar sorglegu væntingar mínar þurfa ekki að eyðileggja líf mitt. Mér gengur best þegar ég nota prógrammið í raun og veru.

 

Marianne H., Pennsylvania
(Þýtt úr Forum ágúst 1995)