Kæri Hlekkur!
Ég á eins og hálfs árs afmæli í samtökunum. Hreint ótrúlegt hvað ég hef breyst í auðmjúka, kærleiksríka konu. Kraftaverkin eru að gerast. Þakka þér Guð fyrir mig. Núna geri ég fullt af góðum hlutum fyrir mig og er stolt af. Ég get leyft alkóhólistanum að lifa sínu eigin lífi. Ég var uppfull af ranghugmyndum og sjúkdómnum aðstandandi. Nú slaka ég á og leyfi Guði.
Takk fyrir mig.
Al-Anon félagi