Í byrjun hélt ég að ég ætti ekki heima í Al-Anon

 

Sem faðir heróínfíkils reyndi ég allt til að fá hann til að hætta.  Svo týndist hann, ég vissi ekki hvort hann var lífs eða liðinn.  Fullur sorgar hóf ég leit og fann Al-Anon. 
Mér fannst ég utangátta á fyrsta fundinum mínum þar sem sonur minn hafði ekki valið áfengi sem sinn vímugjafa.  (Seinna áttaði ég mig á því að hann er líka alkóhólisti, eins og yngri sonur minn)  Félagarnir á fundinum áttu allir sína sögu en tilfinningarnar sem þau báru í brjósti voru þær sömu og ég fann.  Þegar ég tjáði mig sögðu þau: „Haltu áfram að koma“.
Báðir synir mínir afplána nú dóm í fangelsi en þeir eru á lífi, án áfengis og í bata.  Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.  Ég veit það eitt að ef ég rétti út hendurnar, aðra til míns æðra máttar og hina til einhvers sem þarfnast hjálpar, mun mér takast að hætta að skipta mér af annarra málum.  Þá mun mér farnast vel. 
 
John B., Connecticut 
Forum Júní 2008