Hvað ef alkóhólistinn drekkur aftur?

Eftir að hafa búið við drykkjuvandamál sonar míns í gegnum gagnfræðaskóla, háskóla, hjónaband, skilnað og vinnumissi, var það ég sem endaði á hjartadeild sjúkrahúss.  Það var þá sem ég leitaði hjálpar hjá Al-Anon.
Í fyrstu var ég ekki viss um að ég ætti heima í Al-Anon.  Ég fór vegna þess að ég þurfti að gera eitthvað í drykkju sonar míns.  Al-Anon félagar sögðu sífellt að ég væri þarna sjálfrar mín vegna.  Aftur og aftur heyrði ég sagt frá hornsteinunum þremur.  Ég orsaka ekki alkóhólisma, ég stjórna ekki alkóhólisma og ég get ekki læknað alkóhólisma.
 
Eftir nokkra mánuði fór ég að skilja það sem félagarnir sögðu.  Ég fór að setja mörk.  Ég gerði mér grein fyrir því að ég elskaði son minn en ekki sjúkdóminn hans.  Ég fór að sjá breytingar í gegnum vinnu mína í sporunum tólf – breytingar hjá mér sjálfri.  Sonur minn hefur ekki hætt að drekka, en ég hef fundið nýtt líf með hugarró – líf sem er laust við reiði, ótta og gremju sem kvaldi mig mikið þegar ég leitaði fyrst eftir hjálp.
 
Foreldri
Hlekkurinn, 1. tbl. 10. árg. 1995.