Aðstandandi finnur fyrir andlegri leiðsögn
Það var í nótt sem ég þakkaði fyrir að hafa fengið að kynnast Al-Anon
og gæfusporunum 12 sem mér var kennt að tileinka mér þar. Það var
einmitt núna sem ég þurfti mest á því að halda að lifa og haga mér í
samræmi við það sem þau hafa kennt mér.
og gæfusporunum 12 sem mér var kennt að tileinka mér þar. Það var
einmitt núna sem ég þurfti mest á því að halda að lifa og haga mér í
samræmi við það sem þau hafa kennt mér.
Undanfarna fimm sólarhringa hef ég verið mikið veik og legið á
sjúkrahúsi. Það hefur hjálpað mér mjög að finna traust mitt á Guði og
hæfileikann til að takast á við einn dag í einu. Ég á því nú hreint
ekki að venjast að vera einhver sjúklingur en hef engu að síður glímt
við erfiðan ristilsjúkdóm síðustu 2 mánuði. Ég hef hugsað það oftar
en hægt er að ímynda sér hvað ég sé nú heppin að maðurinn minn skuli
vera hættur að drekka. Einmitt núna þegar ég þarf virkilega á honum að
halda til að styðja mig og styrkja. Okkur fannst báðum leiðinlegt að
ég yrði ekki heima núna um helgina þegar litlu stelpurnar hans kæmu
til okkar í pabbahelgi. Þau komu öll að heimsækja mig í dag og síðan
heyrði ég í honum kl. 22.30 og þá var hann að koma þeim í rúmið. Mér
fannst það óvenjuseint, en þakkaði fyrir að al-anon hefði kennt mér að
skipta mér ekki af því sem mér kemur ekki við og gerði því engar
athugasemdir við það. Við kvöddumst og buðum hvort öðru góða nótt.
Eitthvað kom þannig við mig að mér fannst framkoma hans pínulítið eins
og hann væri óöruggur, en ég leiddi það hjá mér og fór að sofa.
Kl. 02.04 hringir síminn á fjögurra manna sjúkrastofunni. Þá er það
alkinn minn. Hringdi í vitlaust númer. Trúði ekki að ég væri í
símanum. Hann ætlaði að hringja eitthvað allt annað. Hann var sko ekki
fullur. En hann skellti samt á mig. Konuna sína.
Þá er það sem al-anon kemur til hjálpar. Þar hef ég lært að ég hef
ekki stjórn á áfengisneyslu mannsins míns og ber ekki ábyrgð á því sem
hann gerir. Hans framkoma við mig er í raun framkoma alkóhólistans við
mig en ekki hans raunverulegi vilji til að sýna mér tillitssemi, ást og
hlýju. Nú er það mitt að ákveða hvernig ég ætla að bregðast við því
sem hann er búinn að gera.
Ég finn að ég hef þá sjálfstjórn sem ég þarf til að láta ekki
fljótfærnina hlaupa með mig í gönur. Ég sagði honum þegar hann ákvað
að hætta að drekka eftir fjölmargar uppákomur að ég hefði ekkert
svigrúm lengur til að „laga neitt“ og vildi slíta sambandinu. Hann
vildi gera eina úrslitatilraun og hætta að drekka. Hann var búinn að
sjá að það var ekkert til sem hét að stjórna drykkjunni. Ég samþykkti
það. Þegar ég samþykkti það, fannst mér ég verða að gera það
skilyrðislaust og án allra afarkosta. En ef hann hætti ekki algjörlega
að drekka gætum við ekki verið saman áfram. Það var ekki mitt að
ákveða hvernig hans meðferð yrði háttað eða hvernig hann fyndi leið
til að hætta. Ég vildi bara að þetta yrði í alvöru. Hann valdi að
hætta sjálfur með hjálp sponsors og AA-funda. Á þessum mánuði síðan
hann hætti að drekka hefur hann farið á 2 AA-fundi , hitt sponsorinn
tvisvar og sjaldan sést lesa í AA lesefninu. Hann hefur átt nokkur
samtöl í síma við sponsorinn og ég fékk hann til að koma á einn
al-anon fund. Nú sé ég að þessi aðferð hans dugði ekki.
Það ótrúlega er, að ég er enn í fullkomnu jafnvægi kl. 03.10 og
ætla að taka ákvörðun um hvað er mér og mínum fyrir bestu í ljósi
þeirrar reynslu sem ég hef nú öðlast.
Ég fékk svefntöflu til að geta frekar sofnað og stakk eyrnatöppum í
eyrun á mér. Mig dreymdi að það var bankað. Síðan var bankað fastar og
fastar. Að endingu var tekið í öxlina á mér og ég beðin að opna…. Þá
áttaði ég mig á því að þetta var ekki draumur. Þetta var
meinatæknirinn sem vildi taka blóð úr mér. Ég tók úr mér eyrnatappana
og brosti vandræðalega, sagðist bara hafa verið alveg rotuð. Klukkan
var orðin níu. Eftir að hún hafði lokið sér af fór ég og lauk mínum
föstu morgunverkum. Ég settist niður og íhugaði hvað ég ætti að gera
næst í stöðunni. Þetta er jú maður sem ég elska, en ég velti því fyrir
mér hvort ég get bara elskað góða partinn af honum og hatað þann
slæma? Er það hægt?
Ég ákvað að það væri algjörlega ljóst að ég ætlaði ekki að búa við það
að geta ekki brugðið mér næturlangt að heiman án þess að mega reikna
með því að hann detti í það. Það er ekkert fjölskyldulíf og ekki
hjónaband á jafnréttisgrundvelli. Niðurstaða mín er því sú sama og
áður. Ég ætla ekki að búa með virkum alkóhólista. Ég get hugsað mér að
búa með þessum eina alkóhólista, en þá aðeins ef hann er óvirkur. Ég
trúi því ekki að hann verði óvirkur upp á eigin spýtur. Með þessum
áhuga á fundasókn, samskiptum við trúnaðarmann og áhuga fyrir lesefni
væri ekki einu sinni hægt að þurrka upp mús, hvað þá heilan mann.
Ég settist niður í setustofunni á sjúkrahúsinu með lokaða hurð og
andaði nokkrum sinnum djúpt. Klukkan var bara hálf tíu. Ég hringdi í
hann og það hringdi nokkrar hringingar. Svo svaraði hann mér mjög
glaðlega og innilega. „Góðan daginn ástin mín“. Ég spurði hvort hann
hefði átt góðan dag. Fyrst í stað reyndi hann að halda öllu eðlilegu
og lét sem ekkert væri. Þegar hann áttaði sig á því að mér var ekki
eins innanbrjósts varð hann fyrst reiður og svo blíður. Ég sagði honum
bara skýrt hvaða kostir væru í stöðunni. Meðferð eða skilnaður. Ég gaf
honum daginn í dag til að taka ákvörðun.
Eftir samtalið okkar settist ég niður og fór að hágráta. Ég gat haldið
ró minni algjörlega í samræðum mínum við hann, en undir yfirborðinu er
bara lítil lasin stelpa sem er hvorki töff eða köld. En ég hef ekkert
val. Þessi eymd sem ég kem mér í með reglulegu millibili er valkostur.
Ég hef líka val um að sneiða hjá eymdinni og koma mér úr þessum
aðstæðum. Það ætla ég að gera. Það eru bara tvær leiðir til þess;
edrúmennska eða skilnaður.
Ég hringdi í systur hans sem hefur mikla reynslu af starfi AA og sagði
henni hver staðan væri. Hún deildi með mér áhyggjum af stelpunum sem
eru bara 5 og 8 ára. Þó hann myndi aldrei í lífinu vera vondur við þær
er ekki hægt að bjóða þeim upp á að horfa á pabba sinn í því ástandi
sem áfengi kemur honum í, eða það ástand sem afleiðingar
áfengisdrykkjunnar koma honum í. Hann er sennilega sorgmæddur,
ráðvilltur og reiður, allt í senn. Hann er sjálfum sér reiður yfir að
geta ekki haft stjórn á drykkjunni, ráðvilltur yfir því hvaða skref
hann á að taka í framhaldinu og reiður við mig yfir því að ég skuli
alltaf gera svona mikið úr öllu. Eftir að hafa talað við systur hans
ákvað ég að sleppa tökunum og leyfa Guði. Treysta því að aðrir geri
það sem þarf að gera. Ég er ekki í aðstöðu, eða með heilsu til að gera
neitt sem mun breyta þessari atburðarás sem orðin er.
Það næsta sem ég veit er að yndislegi alkinn minn hringir. Hann segir
mér að hann hafi tekið ákvörðun um að fara í meðferð á Vog. Hann er
augljóslega búinn að hringja þangað nú þegar því hann veit að það er
tekið við innlagnarbeiðnum strax í fyrramálið. Hann er búinn að ná
botninum. Hann vill hætta á þann eina hátt sem er fær fyrir hann. Ég
gat ekki annað en samglaðst honum yfir þessari stóru ákvörðun. Hann
ætlar að panta fyrsta pláss sem losnar á morgun.
Konan sem þetta skrifar er þrátt fyrir allt… hamingjusöm.
sjúkrahúsi. Það hefur hjálpað mér mjög að finna traust mitt á Guði og
hæfileikann til að takast á við einn dag í einu. Ég á því nú hreint
ekki að venjast að vera einhver sjúklingur en hef engu að síður glímt
við erfiðan ristilsjúkdóm síðustu 2 mánuði. Ég hef hugsað það oftar
en hægt er að ímynda sér hvað ég sé nú heppin að maðurinn minn skuli
vera hættur að drekka. Einmitt núna þegar ég þarf virkilega á honum að
halda til að styðja mig og styrkja. Okkur fannst báðum leiðinlegt að
ég yrði ekki heima núna um helgina þegar litlu stelpurnar hans kæmu
til okkar í pabbahelgi. Þau komu öll að heimsækja mig í dag og síðan
heyrði ég í honum kl. 22.30 og þá var hann að koma þeim í rúmið. Mér
fannst það óvenjuseint, en þakkaði fyrir að al-anon hefði kennt mér að
skipta mér ekki af því sem mér kemur ekki við og gerði því engar
athugasemdir við það. Við kvöddumst og buðum hvort öðru góða nótt.
Eitthvað kom þannig við mig að mér fannst framkoma hans pínulítið eins
og hann væri óöruggur, en ég leiddi það hjá mér og fór að sofa.
Kl. 02.04 hringir síminn á fjögurra manna sjúkrastofunni. Þá er það
alkinn minn. Hringdi í vitlaust númer. Trúði ekki að ég væri í
símanum. Hann ætlaði að hringja eitthvað allt annað. Hann var sko ekki
fullur. En hann skellti samt á mig. Konuna sína.
Þá er það sem al-anon kemur til hjálpar. Þar hef ég lært að ég hef
ekki stjórn á áfengisneyslu mannsins míns og ber ekki ábyrgð á því sem
hann gerir. Hans framkoma við mig er í raun framkoma alkóhólistans við
mig en ekki hans raunverulegi vilji til að sýna mér tillitssemi, ást og
hlýju. Nú er það mitt að ákveða hvernig ég ætla að bregðast við því
sem hann er búinn að gera.
Ég finn að ég hef þá sjálfstjórn sem ég þarf til að láta ekki
fljótfærnina hlaupa með mig í gönur. Ég sagði honum þegar hann ákvað
að hætta að drekka eftir fjölmargar uppákomur að ég hefði ekkert
svigrúm lengur til að „laga neitt“ og vildi slíta sambandinu. Hann
vildi gera eina úrslitatilraun og hætta að drekka. Hann var búinn að
sjá að það var ekkert til sem hét að stjórna drykkjunni. Ég samþykkti
það. Þegar ég samþykkti það, fannst mér ég verða að gera það
skilyrðislaust og án allra afarkosta. En ef hann hætti ekki algjörlega
að drekka gætum við ekki verið saman áfram. Það var ekki mitt að
ákveða hvernig hans meðferð yrði háttað eða hvernig hann fyndi leið
til að hætta. Ég vildi bara að þetta yrði í alvöru. Hann valdi að
hætta sjálfur með hjálp sponsors og AA-funda. Á þessum mánuði síðan
hann hætti að drekka hefur hann farið á 2 AA-fundi , hitt sponsorinn
tvisvar og sjaldan sést lesa í AA lesefninu. Hann hefur átt nokkur
samtöl í síma við sponsorinn og ég fékk hann til að koma á einn
al-anon fund. Nú sé ég að þessi aðferð hans dugði ekki.
Það ótrúlega er, að ég er enn í fullkomnu jafnvægi kl. 03.10 og
ætla að taka ákvörðun um hvað er mér og mínum fyrir bestu í ljósi
þeirrar reynslu sem ég hef nú öðlast.
Ég fékk svefntöflu til að geta frekar sofnað og stakk eyrnatöppum í
eyrun á mér. Mig dreymdi að það var bankað. Síðan var bankað fastar og
fastar. Að endingu var tekið í öxlina á mér og ég beðin að opna…. Þá
áttaði ég mig á því að þetta var ekki draumur. Þetta var
meinatæknirinn sem vildi taka blóð úr mér. Ég tók úr mér eyrnatappana
og brosti vandræðalega, sagðist bara hafa verið alveg rotuð. Klukkan
var orðin níu. Eftir að hún hafði lokið sér af fór ég og lauk mínum
föstu morgunverkum. Ég settist niður og íhugaði hvað ég ætti að gera
næst í stöðunni. Þetta er jú maður sem ég elska, en ég velti því fyrir
mér hvort ég get bara elskað góða partinn af honum og hatað þann
slæma? Er það hægt?
Ég ákvað að það væri algjörlega ljóst að ég ætlaði ekki að búa við það
að geta ekki brugðið mér næturlangt að heiman án þess að mega reikna
með því að hann detti í það. Það er ekkert fjölskyldulíf og ekki
hjónaband á jafnréttisgrundvelli. Niðurstaða mín er því sú sama og
áður. Ég ætla ekki að búa með virkum alkóhólista. Ég get hugsað mér að
búa með þessum eina alkóhólista, en þá aðeins ef hann er óvirkur. Ég
trúi því ekki að hann verði óvirkur upp á eigin spýtur. Með þessum
áhuga á fundasókn, samskiptum við trúnaðarmann og áhuga fyrir lesefni
væri ekki einu sinni hægt að þurrka upp mús, hvað þá heilan mann.
Ég settist niður í setustofunni á sjúkrahúsinu með lokaða hurð og
andaði nokkrum sinnum djúpt. Klukkan var bara hálf tíu. Ég hringdi í
hann og það hringdi nokkrar hringingar. Svo svaraði hann mér mjög
glaðlega og innilega. „Góðan daginn ástin mín“. Ég spurði hvort hann
hefði átt góðan dag. Fyrst í stað reyndi hann að halda öllu eðlilegu
og lét sem ekkert væri. Þegar hann áttaði sig á því að mér var ekki
eins innanbrjósts varð hann fyrst reiður og svo blíður. Ég sagði honum
bara skýrt hvaða kostir væru í stöðunni. Meðferð eða skilnaður. Ég gaf
honum daginn í dag til að taka ákvörðun.
Eftir samtalið okkar settist ég niður og fór að hágráta. Ég gat haldið
ró minni algjörlega í samræðum mínum við hann, en undir yfirborðinu er
bara lítil lasin stelpa sem er hvorki töff eða köld. En ég hef ekkert
val. Þessi eymd sem ég kem mér í með reglulegu millibili er valkostur.
Ég hef líka val um að sneiða hjá eymdinni og koma mér úr þessum
aðstæðum. Það ætla ég að gera. Það eru bara tvær leiðir til þess;
edrúmennska eða skilnaður.
Ég hringdi í systur hans sem hefur mikla reynslu af starfi AA og sagði
henni hver staðan væri. Hún deildi með mér áhyggjum af stelpunum sem
eru bara 5 og 8 ára. Þó hann myndi aldrei í lífinu vera vondur við þær
er ekki hægt að bjóða þeim upp á að horfa á pabba sinn í því ástandi
sem áfengi kemur honum í, eða það ástand sem afleiðingar
áfengisdrykkjunnar koma honum í. Hann er sennilega sorgmæddur,
ráðvilltur og reiður, allt í senn. Hann er sjálfum sér reiður yfir að
geta ekki haft stjórn á drykkjunni, ráðvilltur yfir því hvaða skref
hann á að taka í framhaldinu og reiður við mig yfir því að ég skuli
alltaf gera svona mikið úr öllu. Eftir að hafa talað við systur hans
ákvað ég að sleppa tökunum og leyfa Guði. Treysta því að aðrir geri
það sem þarf að gera. Ég er ekki í aðstöðu, eða með heilsu til að gera
neitt sem mun breyta þessari atburðarás sem orðin er.
Það næsta sem ég veit er að yndislegi alkinn minn hringir. Hann segir
mér að hann hafi tekið ákvörðun um að fara í meðferð á Vog. Hann er
augljóslega búinn að hringja þangað nú þegar því hann veit að það er
tekið við innlagnarbeiðnum strax í fyrramálið. Hann er búinn að ná
botninum. Hann vill hætta á þann eina hátt sem er fær fyrir hann. Ég
gat ekki annað en samglaðst honum yfir þessari stóru ákvörðun. Hann
ætlar að panta fyrsta pláss sem losnar á morgun.
Konan sem þetta skrifar er þrátt fyrir allt… hamingjusöm.