Hugleiðing nýliða

Íslensk reynslusaga
Ég byrjaði í Al-Anon fyrir ekki svo löngu síðan og líf mitt hefur bara batnað síðan. Ég hef í gegnum tíðnina fengið útrás fyrir vanlíðan með
því að skrifa texta og ljóð. Svo kom á daginn að mér leið rosalega vel og „andinn“ kemur yfir mig og á einhverjum 2 min fæddist ljóð. Það var í fyrsta skipti sem ljóð hjá mér verður til út frá góðum tilfinningum. Eftir nokkrar áskoranir um að deila þessu með öðrum hef ég ákveðið að láta það flakka… gjörið svo vel.
 
Vonar framtíð
 
Vindurinn var kaldur og grasið grátt,
Beinin rotin og hjartað hrátt.
Engin orka og hugurinn skemmdur,
Milli heims og heljar var ég klemmdur.
 
En minn mesti ótti var mín björgun,
Svo miklu meira en grundvallar löngun.
Ást og kærleik ég fór að skynja,
Að elska aðra ég fór að vilja.
 
Nú á ég líf og lífsins gæði,
Von og kærleik nú á ég bæði.
Þakka þér Guð að gefa mér líf,
Inn í framtíðina nú öruggur ég svíf.

 
Öll réttindi áskilin! Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga. 
Al-Anon samtökin á Íslandi©