Þegar ég kom fyrst inn í Al-anon var ég stöðugt með áhyggjur og kvíða yfir öllum mögulegum ástæðum. Hugasnirnar voru bæði ruglingslegar og tóku oft frá mér mikinn tíma, „Hvað ef þetta gerist…” og „Ef þessi segir þetta þá…” voru algengar hugsanir.
Þegar ég var búin að vera í Al-Anon í smá tíma fóru slagorðin að óma í huga mér. Slagorð eins og td. „Hafðu það einfalt” Notaði ég það þegar ég var komin í stjórnleysi og fullkomnunar áráttu. Og þegar ég miklaði fyrir mér hluti eða ýmindaði mér aðstæður.
„Einn dag í einu” Reyndist mér vel þegar ég var farin að plana heilu mánuðina fyrirfram, en gat ekki lifað í núinu þá þurfti ég jafnvel bara bara hálftíma í einu, eða tíu mínútur í einu. Allt eftir hversu ringluð og örvæntingafull ég var.