Nú eiga allir deildarfulltrúar og þeir sem sátu Landþjónusturáðstefnu Al-Anon 2007 að hafa fengið skýrslu ráðstefnunnar senda
og á hún að liggja frammi í öllum deildum fyrir alla Al-Anon félaga, í þessari skýrslu er áhugavert efni sem vert er að lesa.
Ég er ein af þeim sem ekki er vel lesandi á enska tungu og mig hefur alltaf þyrst eftir Al-Anon lesefni á íslensku og eitt af því sem ég beið alltaf eftir var skýrsla Landsþjónusturáðstefnunnar en þar er m.a. að finna efni sem félagar deilda persónulegri reynslu sinni í þjónustunni og um leið hvernig þeir hafa náð að vinna sig út úr persónulegum vanmætti í daglega lífinu með því að sinna þjónustunni.
Þó að ég hafi setið þessa ráðstefnu hafði ýmislegt gleymst sem rifjaðist upp við lestur skýrslunnar og eins fáum við svör við spurningum sem við höfum verið að velta fyrir okkur frá því við komum á okkar fyrsta Al-Anon fund t.d. hvernig virkar þetta allt saman?
Er eitthvað í þessari skýrslu sem mér og öðrum Al-Anon félögum kemur við?
Hvers vænti ég af mínum trúnaðarvini?
Hvað er það sem ég vil fræðast meira um?
Get ég fengið hugmynd um í þessari skýrslu hvað ég eigi að nota sem fundarefni þegar ég á að leiða næsta fund?
Koma fulltrúar okkar sem sækja ráðstefnur og fundi í Evrópu og Ameríku með einhvern fróðleik til baka fyrir okkur?
Standa Al-Anon samtökin hér á landi framar en önnur lönd á einhverjum sviðum?
Hvað er um að vera á svæðunum?
Eru nefndir alltaf að hittast?
Er skemmtilegt að vera landþjónustufulltrúi í aðalþjónustunefnd?
Svörin við þessum spurningum er að finna í þessari skýrslu ásamt öðrum fróðleik sem þú Al-Anon félagi góður getur nálgast í deildinni þinni. Já, daglegur lestur Al-Anon lesefnis í hvaða mynd sem er, það er málið! Og hver veit nema þessi lestur vísi þér á bestu bataleiðina fyrir þig í gegnum þjónustuna. Lestu – njóttu – gefðu – taktu þátt.
Með kveðju, Al-Anon félagi í ráðstefnunefnd.
Er eitthvað í þessari skýrslu sem mér og öðrum Al-Anon félögum kemur við?
Hvers vænti ég af mínum trúnaðarvini?
Hvað er það sem ég vil fræðast meira um?
Get ég fengið hugmynd um í þessari skýrslu hvað ég eigi að nota sem fundarefni þegar ég á að leiða næsta fund?
Koma fulltrúar okkar sem sækja ráðstefnur og fundi í Evrópu og Ameríku með einhvern fróðleik til baka fyrir okkur?
Standa Al-Anon samtökin hér á landi framar en önnur lönd á einhverjum sviðum?
Hvað er um að vera á svæðunum?
Eru nefndir alltaf að hittast?
Er skemmtilegt að vera landþjónustufulltrúi í aðalþjónustunefnd?
Svörin við þessum spurningum er að finna í þessari skýrslu ásamt öðrum fróðleik sem þú Al-Anon félagi góður getur nálgast í deildinni þinni. Já, daglegur lestur Al-Anon lesefnis í hvaða mynd sem er, það er málið! Og hver veit nema þessi lestur vísi þér á bestu bataleiðina fyrir þig í gegnum þjónustuna. Lestu – njóttu – gefðu – taktu þátt.
Með kveðju, Al-Anon félagi í ráðstefnunefnd.