Að losna undan lyginni

Það er sagt að ég hafi alist upp við þá hugsun að ég yrði að haldi upp fullkomni ímynd út á við af heimili mínu og fjölskyldu.
Sem barn, var ég vön lygum fjölskyldu minnar, jafnvel þótt að fjölskyldan nyti ákveðins traust út á við. Þau stóðu við skuldbindingar sínar, borguðu skatta og stálu ekki. Líf þeirra var látlaust og en bauð upp á rangar ályktanir og getgátur.
 
Þegar ég var að alast upp þá notaði ég sömu aðferðir. Ég lifði í lygi rétt eins og fjölskyldan mín gerði, með því að sýna eitt á yfirborðinu og lifa annan veruleika heima fyrir. Það varð mér mjög eðlislegt að láta sem allt væri í lagi, að búa með alkóhólista. En það var það auðvitað alls ekki.
 
Til þess að viðhalda myndinni af fullkomnu fjölskyldunni notaði ég breytta útgáfu af raunveruleikanum, hvíta lygi og oft blekkingar. Ég var í miðjum hvirfilbyl að reyna að öðlast sjálfsvirðingu, stöðugleika og stjórn á alkóhólistanum. Það var lítill sannleikur í því lífi sem ég lifði.
 
Á þeim tíma sem ég mætti á minn fyrsta Al-Anon fund hafði ég verið lamin niður, komin í algjört þrot og rifinn í allar áttir og á barmi tilfinningalegs gjaldþrots. En jafnvel þá héldu nágrannar mínir, vinir og ættingjar að ég væri í góðu lagi og allt lék í lyndi. Ég lifði við svo mikla lygi rétt eins og fjölskyldan mín hafði kennt mér.
 
Það leið ekki á löngu þangað til að mér langaði að vita sannleikann um sjálfan mig. Jafnvel áður en ég vann 4.sporið þá byrjaði ég að leita inn á við og skoða sjálfan mig. Ég vissi að innst inni væri ég ekki lygari, því ég sagði oftast satt. Ég þurfti að fara í gegnum ringulreiðina til þess að safna saman öllum þeim staðreyndum sem ég hafði til þess að geta unnið með þær og farið að breyta lífi mínu.
 
Það fyrsta sem ég lærði í Al-Anon var að vera heiðarleg við sjálfan mig alveg sama hvað það var. Allt sem ég þurfti var að vera fús til þess að breytast. Mér til undrunar fann ég styrk og hæfileika á meðal þeirra bresta sem ég uppgötvaði. Ég gat glaðst yfir þeim styrk sem ég bý yfir og deilt því með öðrum, sem skapar ákveðið jafnvægi og hjálpar mér að halda áfram. Í fyrsta skipti var ég að átta mig á því hver ég raunverulega er.
 
Sannleikurinn um sjálfan mig breytist jafn óðum þegar ég er að lesa Al-Anon lesefnið, stunda fundina reglulega og hlusta á þetta frábæra fólk sem deilir reynslu sinni á fundunum. Ég er ekki sú sem ég var í gær og mér finnst það spennandi að upplifa það hver ég er í dag.
 
Að losna við blekkinguna og lygarnar var mikill léttir. Ég þarf ekki að fela það hver ég er og ég hef fundið frelsi til þess að verða sú manneskja sem mér var ætlað að vera. Lífið virðist gefa tíma til að rífa í sundur og tíma til að setja aftur saman. Loksins hef ég komið að þeirri stund í lífi mínu þar sem hægt er að byggja upp og laga það sem miður fór áður, og það veitir mér gleði.
 
Ég er þakklát þeirri konu sem hughreysti mig þegar ég var óttasleginn og brothættur nýliði sem var að koma á sinn fyrsta fund. Ég er þakklát fyrir hugulsemi Al-Anon félaganna, handleiðslu þeirra og stuðning. Ég er þakklát að Al-Anon hafi verið til staðar þegar ég þarfnaðist samtakanna og að Al-Anon félagar mínir hvöttu mig til að koma aftur. Ef ég get einhvern tímann hjálpað einhverjum eins og Al-Anon félagar mínir hjálpuðu mér þá hefur þetta allt verið þess virði. 
 
Þýtt úr desember hefti Forum 2004
og birt með góðfúslegu leyfi þeirra.