Reynslusaga úr Alateen:
Ég er mjög hamingjusöm að hafa haft Alateen prógrammið, því án þess veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag.
Ég notaði foreldra mína til þess að hylma yfir með mér, og var alltaf tilbúin til þess að kenna öðrum um allt sem ég gat ekki sætt mig við. Þegar illa gekk heima var ég fljót að skella skuldinni á foreldra mína og systkini. Síðan heyrði ég að í Alateen að þegar þú bendir á einn eru þrír sem benda á þig. Ég velti því fyrir mér hvort ég hefði kannski svolítið rangt fyrir mér.
Ég hafði alltaf minnináttarkennd og hataði sjálfa mig fyrir að vera minni en hinir krakkarnir. Fötin mín pössuðu mér öll í fimm ár, þá fyrst þurfti ég að fá næstu stærð fyrir ofan. Vegna þess að ég var alltaf álitinn vera yngri en ég var, fór ég að haga mér samkvæmt því. En ef það var eitthvað sem ég vildi taka þátt í sem táningur. Þá þroskaðist ég ótrúlega hratt.
Eftir stuttan tíma í prógramminu lærði ég að sætta mig við sjálfa mig. Það var engin leið fyrir mig að breyta útliti mínu eða stærð, svo ég ákvað að gera gott úr því sem ég hafði með hjálp prógrammsins.
Mér finnst slagorðin mjög góð og finnst gaman að nota þau í daglegu lífi mínu. Hlutirnir eru farnir að ganga betur heim, vegna þess að foreldrar mínir eru í prógramminu og við krakkarnir stundum Alateen. Jafnvel þó við þurfum ennþá aga, getum við verið við sjálf og sagt okkar skoðun. Mér gengur líka betur að umgangast annað fólk. Þannig hefur „Lifðu og leyfðu öðrum að lifa“ hjálpað mér.
Ég þarf ekki að láta huga minn vera upptekinn af því sem þarf að gera í framtíðinni. Einn dagur í einu er allt sem þarf, jafnvel þó ég hafi uppgötvað að sumt þarf að skipuleggja fyrir fram. Ég þarf að skipuleggja starfið í skólanum fyrirfram en slagorðið „Taktu það rólega” hjálpar mér við það. Núna hef ég í huga að ég hef prógramm og þarf ekki að vera önug og ósanngjörn eins og sumir eru.
Gale B.
Þýtt úr FORUM ágúst 1992/bls 16 og birt með leyfi AFG Inc.